
Steffen við sýnatökur úr rúmlega milljón ára gömlum setlögum sem innihalda verkfæri úr steini. Setlögin úr Nihewan-vatnasviðinu í Kína bera vitni um dreifingu manna mjög snemma um frekar köld svæði í Norðaustur-Asíu.

Vinna við fornleifauppgröft á bökkum árinnar Jórdan í Ísrael. Hér fara fram rannsóknir á upphafi landbúnaðar á nýsteinöld og ein af þeim spurningum sem reynt verður að svara er hvort loftslagsbreytingar hafi stuðlað að breytingu á menningu?