- Um miðja öldina er mjög líklega að úrkoma aukist um 10-40% í kaldtempruðu beltunum og á heimskautasvæðunum á jörðinni og einnig á vissum stöðum í hitabeltinu. Úrkoma mun hins vegar minnka um 10-30% á þurrum svæðum í hita- og heittempruðu beltunum.
- Vatnsbirgðir í jöklum og snjóalögum munu minnka á öldinni og það mun hafa áhrif á vatnsframboð hjá um sjötta hluta mannkyns.
- Svæðisbundnar breytingar verða líklega á dreifingu og viðkomu eða ræktun sumra fiskistofna vegna hlýnunar loftslag. Vísindamenn gera ráð fyrir neikvæðum áhrifum á veiðar og fiskeldi.
- Spáð er að um 2080 muni mjög þéttbýl svæði verða fyrir flóðum árlega vegna hækkunar sjávarborðs. Flestir sem lenda í erfiðleikum af þessum sökum búa á stórum árósasvæðum í Afríku og Asíu, en einnig eru smáeyjar í sérstakri hættu.
- Líklegt er að loftslagsbreytingar hafi áhrif á heilsu milljóna manna, sér í lagi hópa sem hafa litla möguleika á að aðlagast breytingum.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju? eftir Halldór Björnsson
- Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? eftir Tómas Jóhannesson
- Halldór Björnsson, Afleiðingar loftslagsbreytinga. Skoðað 17.3.2011.
- Rising Powers. Sótt 5.2.2010.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.