Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?

JGÞ

Vísindamenn telja ljóst að hitastig á jörðinni sé að hækka. Á árunum 1906 til 2005 hækkaði meðalhiti á jörðinni um rúmlega 0.7°C. Enn fremur telja menn líklegast að orsakir þessarar hækkunar sé að finna í aukningu svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Áhrif af áframhaldandi hlýnun eru mjög mikil.

Erfitt er að gera grein fyrir þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á komandi öld í stuttu máli. Hér verða því aðeins talin upp nokkur atriði sem vísindamenn telja mjög líkleg eða ákaflega líkleg. Atriðin eru öll fengin úr pistli Halldórs Björnssonar um Afleiðingar loftslagsbreytinga:
  • Um miðja öldina er mjög líklega að úrkoma aukist um 10-40% í kaldtempruðu beltunum og á heimskautasvæðunum á jörðinni og einnig á vissum stöðum í hitabeltinu. Úrkoma mun hins vegar minnka um 10-30% á þurrum svæðum í hita- og heittempruðu beltunum.
  • Vatnsbirgðir í jöklum og snjóalögum munu minnka á öldinni og það mun hafa áhrif á vatnsframboð hjá um sjötta hluta mannkyns.
  • Svæðisbundnar breytingar verða líklega á dreifingu og viðkomu eða ræktun sumra fiskistofna vegna hlýnunar loftslag. Vísindamenn gera ráð fyrir neikvæðum áhrifum á veiðar og fiskeldi.
  • Spáð er að um 2080 muni mjög þéttbýl svæði verða fyrir flóðum árlega vegna hækkunar sjávarborðs. Flestir sem lenda í erfiðleikum af þessum sökum búa á stórum árósasvæðum í Afríku og Asíu, en einnig eru smáeyjar í sérstakri hættu.
  • Líklegt er að loftslagsbreytingar hafi áhrif á heilsu milljóna manna, sér í lagi hópa sem hafa litla möguleika á að aðlagast breytingum.


Afar ólíklegt er að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Síðast uppfært

5.8.2020

Spyrjandi

Helena Helga Baldursdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58958.

JGÞ. (2011, 17. mars). Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58958

JGÞ. „Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58958>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?
Vísindamenn telja ljóst að hitastig á jörðinni sé að hækka. Á árunum 1906 til 2005 hækkaði meðalhiti á jörðinni um rúmlega 0.7°C. Enn fremur telja menn líklegast að orsakir þessarar hækkunar sé að finna í aukningu svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Áhrif af áframhaldandi hlýnun eru mjög mikil.

Erfitt er að gera grein fyrir þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á komandi öld í stuttu máli. Hér verða því aðeins talin upp nokkur atriði sem vísindamenn telja mjög líkleg eða ákaflega líkleg. Atriðin eru öll fengin úr pistli Halldórs Björnssonar um Afleiðingar loftslagsbreytinga:
  • Um miðja öldina er mjög líklega að úrkoma aukist um 10-40% í kaldtempruðu beltunum og á heimskautasvæðunum á jörðinni og einnig á vissum stöðum í hitabeltinu. Úrkoma mun hins vegar minnka um 10-30% á þurrum svæðum í hita- og heittempruðu beltunum.
  • Vatnsbirgðir í jöklum og snjóalögum munu minnka á öldinni og það mun hafa áhrif á vatnsframboð hjá um sjötta hluta mannkyns.
  • Svæðisbundnar breytingar verða líklega á dreifingu og viðkomu eða ræktun sumra fiskistofna vegna hlýnunar loftslag. Vísindamenn gera ráð fyrir neikvæðum áhrifum á veiðar og fiskeldi.
  • Spáð er að um 2080 muni mjög þéttbýl svæði verða fyrir flóðum árlega vegna hækkunar sjávarborðs. Flestir sem lenda í erfiðleikum af þessum sökum búa á stórum árósasvæðum í Afríku og Asíu, en einnig eru smáeyjar í sérstakri hættu.
  • Líklegt er að loftslagsbreytingar hafi áhrif á heilsu milljóna manna, sér í lagi hópa sem hafa litla möguleika á að aðlagast breytingum.


Afar ólíklegt er að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....