Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 29 svör fundust
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?
Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á...
Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...
Af hverju fær maður blöðrubólgu?
Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...
Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?
Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...
Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?
Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...
Hvernig varð alheimurinn til?
Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...
Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?
Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...
Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...