Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?

Þórdís Kristinsdóttir

Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á Íslandi fyrr á öldum en var útrýmt hér á síðustu öld. Tvær aðrar tegundir valda sullaveiki í mönnum, en það eru E. multiocularis sem er mjög skaðleg og hefur breiðst hratt út í nokkrum löndum síðastliðna áratugi og E. vogeli, sem er tiltölulega nýþekkt innan læknisfræðinnar.

Allar sjúkdómsvaldandi tegundir Echinococcus nota millihýsil, sem innbyrðir egg bandormsins, og smitast svo yfir í lokahýsil þegar sá étur líffæri millihýsilsins sem er sýkt með bandormsbelgjum fullum af lirfum. Millihýslar eru oftast grasætur á við kindur og kýr, en lokahýslar eru venjulega hundar og aðrar kjötætur. Mannfólk verður aðeins að millihýslum fyrir slysni þegar það sýkist við meðhöndlun sýkts jarðvegs, saurs eða dýrahára sem innihalda egg, en eru ekki hluti af náttúrulegum lífsferli bandormsins og eru nokkurs konar blindgata fyrir hann.

Menn geta smitast á sama hátt og kindur, með því að innbyrða egg sem eiga uppruna sinn í hundaskít.

Fullþroska bandormur dvelst í þörmum lokahýsils. Hann hefur þroskast frá lirfu sem er venjulega minni en 6 mm á lengd og hefur bandormshöfuð, sem festir hann við hýsilinn, og þrjá bandormsliði. Einn þeirra er óþroskaður, annar er þroskaður og sá þriðji inniheldur bandormsegg. Fullþroska ormur hefur bandormshöfuð með fjórar sogskálar og 25-50 króka.

Bandormsegg í saur.

Lífsferill ormsins er þannig að aftasti bandormsliður fullþroska dýrs í lokahýsli losar egg sem berast í saur. Millihýsill innbyrðir sýkta saurinn og eggið klekst út í þörmum hans og losar bandormsfóstur sem treður sér inn í þarmavegg og berst með blóðrásinni til annarra líffæra, einkum lifrar og lungna. Þegar fóstrið hefur komist inn í þessi líffæri verður það að blöðru sem smám saman stækkar og innan í henni verða til dótturblöðrur og lirfur, svokallaðir sullungar. Lokahýsillinn sýkist er hann étur líffæri millihýsilsins sem innihalda þessar blöðrur. Blöðrurnar þroskast í þeim í fullþroska bandorma og hringrásin byrjar upp á nýtt.

Bandormsblöðrur vaxa um 5-10 cm á fyrsta árinu og geta lifað í líffærum í mörg ár. Þegar blaðra er orðin 1 cm í þvermál þykknar veggurinn og myndar himnu utan um frumuþekjuna og frumur vaxa frá þekjunni innan blöðrunnar. Í þeim fjölga lirfur bandormsins sér með kynlausri æxlun og safna vökva. Þessar vökvafylltur blöðrur eru það sem kallað er sullur. Bandormurinn getur lifað í mönnum í mörg ár eða jafnvel áratugi og sullurinn getur stækkað mjög mikið, en sá stærsti sem hefur fundist hér á landi innihélt 16 lítra af sullungum og vökva.

Bandormslirfur.

Í mönnum er algengast að sullur sé í lifur (um 75% tilfella) eða lungum (um 5-15% tilfella) en önnur líffæri sem sýkjast eru milta, heili, hjarta og nýru. Hvort og hversu fljótt sullur greinist í mönnum fer efir því í hvaða líffæri hann er staðsettur og hversu hratt hann stækkar. Þegar sullurinn var landlægur greindist hann oft ekki í fólki fyrr en við krufningu.

Oft er sullaveiki einkennalaus, jafnvel þótt sullurinn sé mjög stór, en minni sullar geta þó einnig valdið óþægindum. Einkenni fara þá eftir staðsetningu. Ef sullur er til dæmis í lungum eru einkenni hósti, andnauð og verkur fyrir brjósti en ef hann er í lifur geta einkenni verið kviðverkir og aumur kviður, lifrarstækkun, gula, hiti og jafnvel ofnæmislost. Ef blaðra springur í einstaklingi, til dæmis í aðgerð eða slysi, veldur það nánast alltaf ofnæmislosti. Nú á tímum er best að greina sullinn með myndgreiningu, helst ómskoðun.

Á síðustu öld tókst að útrýma sulli á Íslandi. Mikilvægasti þátturinn í því var að rjúfa lífsferil sníkilsins. Það var gert með því að koma í veg fyrir að hundar fengju að éta hráar líkamsleifar sauðfjár sem bændur höfðu slátrað og eiga þannig á hættu að innbyrða hráan sull og smitast. Einnig var hundum á landinu fækkað mikið og kynningarstarf hafið þar sem þjóðin var upplýst um smitleiðir og hvað bæri að varast. Árangur af þessu skilaði sér fljótt og nýsmit voru nánast alveg úr sögunni í lok 19. aldar.

Bandormsblaðra sem hefur verið fjarlægð í aðgerð.

Sullaveikin var þó sjaldnast banvæn. Það er vegna varnarviðbragðs líkamans gegn aðskotahlutum eins og sullli, sem er að hlaða utan á þá kalki og einangra þannig sullinn svo að næringarflæði til hans stöðvast og innihaldið drepst. Fundust því oft löngu dauðir kalkaðir sullar við krufningu á fólki á þessum tíma sem sullurinn var algengur hér á landi. Þeir sem dóu úr sulli báru sjúkdóminn oft mjög lengi og veikindin stóðu yfir árum saman áður en yfir lauk.

Nú á dögum er algengasta meðferð við sullaveiki skurðaðgerð ásamt lyfjameðferð fyrir og eftir aðgerð. Ef sullurinn er aftur á móti dreifður í mörg líffæri getur aðgerð verið of flókin og þá er aðeins beitt lyfjameðferð. Helsta vörnin gegn sullveikinni er að fólk sé upplýst um áhættuþætti og mögulegar smitleiðir og geti þá komist alfarið hjá bandorminum og sjúkdómnum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.9.2012

Spyrjandi

Hafsteinn Helgi Davíðsson, f. 1997, Róbert Ólafsson, Helga Ingvarsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?“ Vísindavefurinn, 26. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62075.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 26. september). Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62075

Þórdís Kristinsdóttir. „Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62075>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?
Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á Íslandi fyrr á öldum en var útrýmt hér á síðustu öld. Tvær aðrar tegundir valda sullaveiki í mönnum, en það eru E. multiocularis sem er mjög skaðleg og hefur breiðst hratt út í nokkrum löndum síðastliðna áratugi og E. vogeli, sem er tiltölulega nýþekkt innan læknisfræðinnar.

Allar sjúkdómsvaldandi tegundir Echinococcus nota millihýsil, sem innbyrðir egg bandormsins, og smitast svo yfir í lokahýsil þegar sá étur líffæri millihýsilsins sem er sýkt með bandormsbelgjum fullum af lirfum. Millihýslar eru oftast grasætur á við kindur og kýr, en lokahýslar eru venjulega hundar og aðrar kjötætur. Mannfólk verður aðeins að millihýslum fyrir slysni þegar það sýkist við meðhöndlun sýkts jarðvegs, saurs eða dýrahára sem innihalda egg, en eru ekki hluti af náttúrulegum lífsferli bandormsins og eru nokkurs konar blindgata fyrir hann.

Menn geta smitast á sama hátt og kindur, með því að innbyrða egg sem eiga uppruna sinn í hundaskít.

Fullþroska bandormur dvelst í þörmum lokahýsils. Hann hefur þroskast frá lirfu sem er venjulega minni en 6 mm á lengd og hefur bandormshöfuð, sem festir hann við hýsilinn, og þrjá bandormsliði. Einn þeirra er óþroskaður, annar er þroskaður og sá þriðji inniheldur bandormsegg. Fullþroska ormur hefur bandormshöfuð með fjórar sogskálar og 25-50 króka.

Bandormsegg í saur.

Lífsferill ormsins er þannig að aftasti bandormsliður fullþroska dýrs í lokahýsli losar egg sem berast í saur. Millihýsill innbyrðir sýkta saurinn og eggið klekst út í þörmum hans og losar bandormsfóstur sem treður sér inn í þarmavegg og berst með blóðrásinni til annarra líffæra, einkum lifrar og lungna. Þegar fóstrið hefur komist inn í þessi líffæri verður það að blöðru sem smám saman stækkar og innan í henni verða til dótturblöðrur og lirfur, svokallaðir sullungar. Lokahýsillinn sýkist er hann étur líffæri millihýsilsins sem innihalda þessar blöðrur. Blöðrurnar þroskast í þeim í fullþroska bandorma og hringrásin byrjar upp á nýtt.

Bandormsblöðrur vaxa um 5-10 cm á fyrsta árinu og geta lifað í líffærum í mörg ár. Þegar blaðra er orðin 1 cm í þvermál þykknar veggurinn og myndar himnu utan um frumuþekjuna og frumur vaxa frá þekjunni innan blöðrunnar. Í þeim fjölga lirfur bandormsins sér með kynlausri æxlun og safna vökva. Þessar vökvafylltur blöðrur eru það sem kallað er sullur. Bandormurinn getur lifað í mönnum í mörg ár eða jafnvel áratugi og sullurinn getur stækkað mjög mikið, en sá stærsti sem hefur fundist hér á landi innihélt 16 lítra af sullungum og vökva.

Bandormslirfur.

Í mönnum er algengast að sullur sé í lifur (um 75% tilfella) eða lungum (um 5-15% tilfella) en önnur líffæri sem sýkjast eru milta, heili, hjarta og nýru. Hvort og hversu fljótt sullur greinist í mönnum fer efir því í hvaða líffæri hann er staðsettur og hversu hratt hann stækkar. Þegar sullurinn var landlægur greindist hann oft ekki í fólki fyrr en við krufningu.

Oft er sullaveiki einkennalaus, jafnvel þótt sullurinn sé mjög stór, en minni sullar geta þó einnig valdið óþægindum. Einkenni fara þá eftir staðsetningu. Ef sullur er til dæmis í lungum eru einkenni hósti, andnauð og verkur fyrir brjósti en ef hann er í lifur geta einkenni verið kviðverkir og aumur kviður, lifrarstækkun, gula, hiti og jafnvel ofnæmislost. Ef blaðra springur í einstaklingi, til dæmis í aðgerð eða slysi, veldur það nánast alltaf ofnæmislosti. Nú á tímum er best að greina sullinn með myndgreiningu, helst ómskoðun.

Á síðustu öld tókst að útrýma sulli á Íslandi. Mikilvægasti þátturinn í því var að rjúfa lífsferil sníkilsins. Það var gert með því að koma í veg fyrir að hundar fengju að éta hráar líkamsleifar sauðfjár sem bændur höfðu slátrað og eiga þannig á hættu að innbyrða hráan sull og smitast. Einnig var hundum á landinu fækkað mikið og kynningarstarf hafið þar sem þjóðin var upplýst um smitleiðir og hvað bæri að varast. Árangur af þessu skilaði sér fljótt og nýsmit voru nánast alveg úr sögunni í lok 19. aldar.

Bandormsblaðra sem hefur verið fjarlægð í aðgerð.

Sullaveikin var þó sjaldnast banvæn. Það er vegna varnarviðbragðs líkamans gegn aðskotahlutum eins og sullli, sem er að hlaða utan á þá kalki og einangra þannig sullinn svo að næringarflæði til hans stöðvast og innihaldið drepst. Fundust því oft löngu dauðir kalkaðir sullar við krufningu á fólki á þessum tíma sem sullurinn var algengur hér á landi. Þeir sem dóu úr sulli báru sjúkdóminn oft mjög lengi og veikindin stóðu yfir árum saman áður en yfir lauk.

Nú á dögum er algengasta meðferð við sullaveiki skurðaðgerð ásamt lyfjameðferð fyrir og eftir aðgerð. Ef sullurinn er aftur á móti dreifður í mörg líffæri getur aðgerð verið of flókin og þá er aðeins beitt lyfjameðferð. Helsta vörnin gegn sullveikinni er að fólk sé upplýst um áhættuþætti og mögulegar smitleiðir og geti þá komist alfarið hjá bandorminum og sjúkdómnum.

Heimildir og myndir: ...