Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt landið okkar rís vegna minnkandi jökla, mest inn landsins yfir 30 millimetra á ári, og hvernig eldfjöll búa sig undir eldgos. Algengur fyrirboði eldgosa er söfnun bergkviku í rótum eldstöðva áður en hún berst til yfirborðs. Þá þenjast eldfjöll út líkt og blaðra sem stækkar, uns brotmörkum er náð. Með því að mæla mynstur og stærð hreyfinga á yfirborði má setja fram líkön um kvikutilfærslu neðanjarðar. Þessi viðfangsefni hafa verið stór þáttur í rannsóknum Freysteins.

Freysteinn við Holuhraun. Þar urðu miklar jarðskorpuhreyfingar 2014-2015 í tengslum við hraungosið mikla, kvikugang og gliðnun jarðskorpunnar, og öskjusig í Bárðarbungu.

Freysteinn er fæddur 1966. Hann lærði jarðeðlisfræði, lauk meistarprófi frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi frá háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands 2004 og Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn starfar þar innan Norræna eldfjallasetursins.

Meginþema rannsókna Freysteins er nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar.

Freysteinn og stór hópur samstarfsfélaga nota tvær meginaðferðir til að mæla jarðskorpuhreyfingar. Annars vegar er um að ræða GPS-landmælingar sem notast við merki frá Global Positioning System-gervitunglum, sama kerfi og almennt er notað til staðsetninga í dag. Hægt er að mæla afstæða staðsetningu landmælingapunkta með um 3-5 millimetra nákvæmni. Hins vegar er um að ræða svokallaðar bylgjuvíxlmælingar úr radargervitunglum (e. interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Í þeirri aðferð eru bornar nákvæmlega saman radar-gervitunglamyndir teknar á mismunandi tímum og hvernig bylgjur frá gervitunglum hafa endurkastast frá jörðinni. Ef fjarlægð til gervitungls breytist á ákveðnu landsvæði þá kemur fram kerfisbundið mynstur í samanburði mynda, sem nota má til að fá kort yfir jarðskorpuhreyfingar með allt að 5-15 millimetra nákvæmni.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

2.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75871.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75871

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75871>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt landið okkar rís vegna minnkandi jökla, mest inn landsins yfir 30 millimetra á ári, og hvernig eldfjöll búa sig undir eldgos. Algengur fyrirboði eldgosa er söfnun bergkviku í rótum eldstöðva áður en hún berst til yfirborðs. Þá þenjast eldfjöll út líkt og blaðra sem stækkar, uns brotmörkum er náð. Með því að mæla mynstur og stærð hreyfinga á yfirborði má setja fram líkön um kvikutilfærslu neðanjarðar. Þessi viðfangsefni hafa verið stór þáttur í rannsóknum Freysteins.

Freysteinn við Holuhraun. Þar urðu miklar jarðskorpuhreyfingar 2014-2015 í tengslum við hraungosið mikla, kvikugang og gliðnun jarðskorpunnar, og öskjusig í Bárðarbungu.

Freysteinn er fæddur 1966. Hann lærði jarðeðlisfræði, lauk meistarprófi frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi frá háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands 2004 og Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn starfar þar innan Norræna eldfjallasetursins.

Meginþema rannsókna Freysteins er nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar.

Freysteinn og stór hópur samstarfsfélaga nota tvær meginaðferðir til að mæla jarðskorpuhreyfingar. Annars vegar er um að ræða GPS-landmælingar sem notast við merki frá Global Positioning System-gervitunglum, sama kerfi og almennt er notað til staðsetninga í dag. Hægt er að mæla afstæða staðsetningu landmælingapunkta með um 3-5 millimetra nákvæmni. Hins vegar er um að ræða svokallaðar bylgjuvíxlmælingar úr radargervitunglum (e. interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR). Í þeirri aðferð eru bornar nákvæmlega saman radar-gervitunglamyndir teknar á mismunandi tímum og hvernig bylgjur frá gervitunglum hafa endurkastast frá jörðinni. Ef fjarlægð til gervitungls breytist á ákveðnu landsvæði þá kemur fram kerfisbundið mynstur í samanburði mynda, sem nota má til að fá kort yfir jarðskorpuhreyfingar með allt að 5-15 millimetra nákvæmni.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...