Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 321 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?

Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir kjallarabolla þessu nafni?

Kjallarabolla er fremur ungt orð í málinu. Elsta dæmi á vefnum Tímarit.is er úr Morgunblaðinu í júní 1995. Samkvæmt myndum og lýsingu er um að ræða rúnstykki, bæði hvít og gróf. Orðið kjallarabolla er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku. Orðið er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku þar sem samsvarandi brauðm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Orðið lífstykki er undarlegt orð, og ekki mjög lýsandi fyrir hvað þetta er. Hvaðan kemur eiginlega þetta orð, og hvað á það að þýða? Orðið lífsstykki var til í málinu að minnsta kosti þegar á fyrri hluta 17. aldar. Í bók um Tyrkjaránið 1627 segir: eg þá ekki haf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið lúffa komið, fyrir sérstaka vettlinga?

Orðið lúffa er tökuorð úr dönsku luffe ‘þykkur belgvettlingur með þumli, oft úr skinni’. Orðið er einnig til í norsku í sömu merkingu. Luffe er talið tökuorð úr lágþýsku *love eða *lūve ‘lófi’ og er því skylt íslenska orðinu lófi. Það virðist fyrst hafa verið notað í jósku en síðan var það tekið upp í dön...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar orð er akkorð?

Akkorð er nafnorð og tökuorð í íslensku úr dönsku á 17. öld. Merkingin er ‘samningur; ákvæðisvinna, ákvæðisverk’. Í dönsku er orðið komið úr frönsku accord sem aftur er leitt af sögninni accorder ‘samræma’. Eins og svo oft á franskan rætur að rekja til latínu, ad ‘til, að’ og cordis, eignarfall af cor ‘hjarta’, þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?

Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?

Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er stóris og af hverju er það notað um þunnar gegnsæjar gardínur?

Stóris er tökuorð í íslensku komið úr dönsku stores sem aftur tók orðið að láni úr frönsku store, í fleirtölu stores. Átt er við gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga oftast í stofu eða borðstofu. Stóris er gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga gjarnan í stofu eða borðstofu. Orðið er tökuor...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið séra?

Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er það tukthús eða tugthús og hvaðan kemur orðið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er réttara að skrifa „tugthús“ eða „tukthús“? Finn það ekki með „G“ inni á Ritmálasafni Árnastofnunar. Sögnin tukta, einnig ritað tugta, er leidd af nafnorðinu tukt sem merkir ‘góðir siðir, siðvendni’. Sögnin merkir ‘refsa, siða’, til dæmis tukta einhvern til ‘siða e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tenntir fuglar?

Nú á dögum finnast engir tenntir fuglar. Margir fræðimenn telja að gen sem stuðla að tannvexti hafi stökkbreyst og orðið óvirk í fuglum fyrir um 70 milljónum ára. Steingerðar leifar af mörgum forsögulegum fuglategundum benda til þess að þær hafi verið tenntar líkt og áar þeirra skriðdýrin. Öglir (Archaeopteryx), s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur?

Sorgarrönd er tökuorð úr dönsku, sørgerand, og er notað um svartan ramma í dagblöðum eða á kortum þegar einhvers látins er minnst. Það er einnig notað þar í yfirfærðri merkingu um óhreinindarönd í skyrtukrögum eða skyrtulíningum. Hérlendis þekkist eiginlega merkingin frá lokum 19. aldar samkvæmt Timarit.is - Le...

Fleiri niðurstöður