Vísindamenn telja að þessi stökkbreyting hafi létt líkama fuglanna og gert þá þannig hæfari til flugs. Tennur eru þungar og þegar þær hurfu úr fuglskjaftinum hafa þung kjálkabein sem styðja við tanngarðinn jafnframt verið óþörf. Stökkbreytingin hefur þannig verið til hagsbóta fyrir fugla og breiðst út í hópnum með þeim afleiðingum að allir núlifandi fuglar eru með léttan en sterkbyggðan gogg í stað kjálkabeina. Mörg önnur dæmi eru um það hvernig náttúruval hefur aðlagað fugla að flugi og hægt er að lesa nánar um það í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi? Til frekari fróðleiks má benda á svör Leifs Símonarsonar við spurningunum:
- Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
- Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum?