Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Orðið lífstykki er undarlegt orð, og ekki mjög lýsandi fyrir hvað þetta er. Hvaðan kemur eiginlega þetta orð, og hvað á það að þýða?

Orðið lífsstykki var til í málinu að minnsta kosti þegar á fyrri hluta 17. aldar. Í bók um Tyrkjaránið 1627 segir:

eg þá ekki hafði eptir á mínum kropp, nema skyrtu gamla og lífstykki gamalt.

Dæmið er úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Lífstykki er tökuorð úr gamalli dönsku. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske Sprog, er skýringin:

(del af) klædningsstykke, der dækker (og slutter tæt om) overkroppen (ell. taillen)

þ.e. ‘hluti af klæðisplaggi sem hylur (og liggur þétt um) efri hluta líkamans (eða mittið)’.

Líf í merkingunni ‘mitti’ er tökuorð úr dönsku liv sem aftur tók það úr þýsku Leib.

Hluti af teikningu sem á að sýna konu án lífstykkis (til vinstri) og í lífstykki (til hægri). Líf í merkingunni ‘mitti’ er tökuorð úr dönsku liv sem aftur tók það úr þýsku Leib.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.12.2024

Spyrjandi

Eldrún Lilja Haraldsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2024, sótt 27. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87094.

Guðrún Kvaran. (2024, 23. desember). Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87094

Guðrún Kvaran. „Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2024. Vefsíða. 27. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Orðið lífstykki er undarlegt orð, og ekki mjög lýsandi fyrir hvað þetta er. Hvaðan kemur eiginlega þetta orð, og hvað á það að þýða?

Orðið lífsstykki var til í málinu að minnsta kosti þegar á fyrri hluta 17. aldar. Í bók um Tyrkjaránið 1627 segir:

eg þá ekki hafði eptir á mínum kropp, nema skyrtu gamla og lífstykki gamalt.

Dæmið er úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Lífstykki er tökuorð úr gamalli dönsku. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske Sprog, er skýringin:

(del af) klædningsstykke, der dækker (og slutter tæt om) overkroppen (ell. taillen)

þ.e. ‘hluti af klæðisplaggi sem hylur (og liggur þétt um) efri hluta líkamans (eða mittið)’.

Líf í merkingunni ‘mitti’ er tökuorð úr dönsku liv sem aftur tók það úr þýsku Leib.

Hluti af teikningu sem á að sýna konu án lífstykkis (til vinstri) og í lífstykki (til hægri). Líf í merkingunni ‘mitti’ er tökuorð úr dönsku liv sem aftur tók það úr þýsku Leib.

Heimildir:

Mynd:

...