Hvort er réttara að skrifa „tugthús“ eða „tukthús“? Finn það ekki með „G“ inni á Ritmálasafni Árnastofnunar.Sögnin tukta, einnig ritað tugta, er leidd af nafnorðinu tukt sem merkir ‘góðir siðir, siðvendni’. Sögnin merkir ‘refsa, siða’, til dæmis tukta einhvern til ‘siða einhvern’. Nafnorðið tukt er tökuorð úr dönsku tugt frá 16. öld sem aftur er fengið úr lágþýsku tucht ‘siðun, uppeldi’. Sama er að segja um tugthús ‘hús þar sem mönnum er refsað’. Það er einnig tökuorð úr dönsku, tugthus.
- ordnet.dk
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 7.4.2023).
- Stjórnarráð Íslands. Saga Stjórnarráðshússins við Lækjartorg. (Sótt 13.4.2023).