Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?
Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...
Er hægt að einrækta útdauð dýr?
Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...
Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?
Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...
Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...
Hvar á landinu er Helgafell?
Ein sjö Helgafell eru til í landinu:Suðaustur af Hafnarfirði, klettótt og bratt á flesta vegu. Í Mosfellssveit, fjall og bær. Á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan. Einnig samnefndur kirkjustaður. Hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar. Fell í Strandasýslu vestan...
Hvernig er gróðurfarið í Norður-Ameríku?
Í þessu svari er miðað við að mörkin á milli Norður- og Suður-Ameríku liggi um Panamaeiðið en stundum eru notuð önnur viðmið eins og greint er frá í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku? Í norðri nær Norður-Ameríka að heimskautaströndum Al...
Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...
Í hverju bjuggu víkingar?
Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...
Hvenær verða tré að skógi?
Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...
Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?
Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?
Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi ...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...
Hvernig verður manni ekki um sel?
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...