Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 835 svör fundust
Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?
Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum. Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...
Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?
Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupa...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?
Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...
Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?
Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk MS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1998 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá ETH í Zürich í Sviss 2002. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og up...
Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?
Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?
Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi. Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírsko...
Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?
Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...
Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?
Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?
Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar. Fræðin nam hann í St. Andrews í Skotlandi (B.Sc. Honours) og Princeton, Bandaríkjunum (Ph.D.) á árunum 1960-70. Á þeim áratug varð bylting í heimsmynd jarðfræðinnar þar sem landrek í formi fl...
Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?
Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...
Hvert er stærsta úthafið?
Hér er jafnframt svar við spurningunni: Hver er skilgreiningin á úthöfum og hver er munurinn á þeim og öðrum höfum? Jörðin er stundum kölluð bláa reikistjarnan þar sem sjór þekur um 71% af yfirborði hennar. Yfirborð sjávar er alls um 362 milljónir ferkílómetra (km2) og er heildarrúmmál hafanna um 1348 millj...