Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta.
Gunnar starfaði í mörg ár við tölfræði, líkanagerð og ráðgjöf á sviði fiskifræði, meðal annars um nýtingu fiskistofna á Íslandsmiðum, og tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu um nýtingu fiskistofna, hegðun vistkerfa og líkön að hvoru tveggja.
Rannsóknir Gunnars snúa mest að vefstuddri kennslu. Gunnar hefur einnig kennt tölfræði, stærðfræði og fiskifræði við ýmsa skóla og stýrt þróun kennslukerfisins tutor-web ásamt námsefni fyrir vefstudda kennslu. Kennslukerfið hefur verið þróað í alþjóðlegri samvinnu til að styðja bæði kennslu og rannsóknir tengdar kennslu. Þannig tengir kennslukerfið saman rannsóknir Gunnars og kennslu.
Gunnar Stefánsson er prófessor við námsbraut í stærðfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna styrktarfélagsins Broskalla.
Gunnar átti frumkvæði að stofnun styrktarfélagsins Broskalla, sem safnar fé í verkefninu Education in a Suitcase, til að kaupa spjaldtölvur og tölvuþjóna fyrir nemendur í fátækum héruðum í Afríku. Með því fá þeir nemendur aðgang að sama hugbúnaði og efni og nemendur á Vesturlöndum, frá tutor-web að Wikipediu, þótt engin sé nettengingin. Um leið eru tölvurnar tæki til rannsókna og þróunar á vefkerfinu. Rafmyntin Broskallar (e. Smileycoin) er notuð í vefkerfinu til að umbuna nemendum fyrir frammistöðu en styrktarfélagið Broskallar fær einnig styrki í rafmyntinni.
Nýjustu rannsóknir Gunnars eru því á sviði rafmynta og hvernig megi nota þær til að hvetja nemendur til náms, meðal annars nemendur á lágtekjusvæðum.
Gunnar fæddist í Noregi 1955, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk BS-prófi frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í tölfræði frá Ohio State-háskólanum 1981 og doktorsgráðu frá frá sama skóla árið 1983. Gunnar vann hjá Hafrannsóknastofnun í fullu starfi 1983-1999 og hefur starfað við Háskóla Íslands frá þeim tíma.
Mynd
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75525.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75525
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75525>.