Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar.

Fræðin nam hann í St. Andrews í Skotlandi (B.Sc. Honours) og Princeton, Bandaríkjunum (Ph.D.) á árunum 1960-70. Á þeim áratug varð bylting í heimsmynd jarðfræðinnar þar sem landrek í formi flekahreyfinga (1968) varð almennt viðurkennt en áður voru láréttar hreyfingar jarðskorpunnar taldar óhugsandi. Í framhaldi af því tók við endurskoðun og ný túlkun jarðfræðinnar víða um lönd, ekki síst hér á landi því Ísland er mikilvægt í „nýju jarðfræðinni“ – heitur reitur á rekhrygg.

Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar.

Sigurður tók þátt í að kynna „nýju jarðfræðina“ hér á landi, túlka samsetningu og dreifingu basaltgerða landsins í ljósi hennar og skýra uppruna súra bergsins með nýjum hætti. Þess utan hefur hann ásamt samstarfsmönnum fengist við rannsóknir á uppruna og þróun bergtegunda, bæði fræðilega og með tilraunum.

Sigurður hefur meðal annars skrifað um gjóskulagatímatal kringum Snæfellsjökul og í ískjarna Bárðarbungu, um segulsteindir og segulfrávik í Stardal og á reikistjörnunni Mars, um glerinnlyksur í kristöllum, um oxunarferli og hraða þeirra í bergkviku, um hraða landmótunar, myndun meginlandsskorpu og sögu jarðfræðinnar.

Á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að lesa fjölmörg svör eftir Sigurð.

Mynd:

Útgáfudagur

19.4.2018

Síðast uppfært

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75528.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75528

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75528>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?
Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar.

Fræðin nam hann í St. Andrews í Skotlandi (B.Sc. Honours) og Princeton, Bandaríkjunum (Ph.D.) á árunum 1960-70. Á þeim áratug varð bylting í heimsmynd jarðfræðinnar þar sem landrek í formi flekahreyfinga (1968) varð almennt viðurkennt en áður voru láréttar hreyfingar jarðskorpunnar taldar óhugsandi. Í framhaldi af því tók við endurskoðun og ný túlkun jarðfræðinnar víða um lönd, ekki síst hér á landi því Ísland er mikilvægt í „nýju jarðfræðinni“ – heitur reitur á rekhrygg.

Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar.

Sigurður tók þátt í að kynna „nýju jarðfræðina“ hér á landi, túlka samsetningu og dreifingu basaltgerða landsins í ljósi hennar og skýra uppruna súra bergsins með nýjum hætti. Þess utan hefur hann ásamt samstarfsmönnum fengist við rannsóknir á uppruna og þróun bergtegunda, bæði fræðilega og með tilraunum.

Sigurður hefur meðal annars skrifað um gjóskulagatímatal kringum Snæfellsjökul og í ískjarna Bárðarbungu, um segulsteindir og segulfrávik í Stardal og á reikistjörnunni Mars, um glerinnlyksur í kristöllum, um oxunarferli og hraða þeirra í bergkviku, um hraða landmótunar, myndun meginlandsskorpu og sögu jarðfræðinnar.

Á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að lesa fjölmörg svör eftir Sigurð.

Mynd:

...