Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 130 svör fundust
Hvað þýðir orðið séra?
Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...
Hve margir voru riddarar hringborðsins?
Það voru eitt hundrað sæti við hringborðið hjá Artúr konungi samkvæmt Le Morte d'Arthur eftir Sir Thomas Malory frá 1485, en sú bók er aðalritið um Artúr (3. bók, 1. kafli). Sjá meira um enskar riddarasögur í svari Terry Gunnells við spurningunni Voru Camelot og Excalibur til? Mynd af Hringborði Artúrs...
Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...
Hvernig reikna reiknivélar kvaðratrætur?
Spyrjandi bætir við: Er til einhver skotheld aðferð til að finna kvaðratrót tölu án vélar?Til að finna kvaðratrót tölu er algengt að reiknivélar noti eftirfarandi aðferð. Hún byggir á ítrun Newtons sem hefur verið lýst hér á Vísindavefnum. Ef við viljum finna kvaðratrót tölunnar \(R\) þá viljum við finna \(x\) þa...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Hver var Andreas Vesalius?
Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...
Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?
Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...
Hvenær kom Churchill til Íslands?
Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...
Geta ljón verið svört?
Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...
Hver var Immanuel Kant?
Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars: Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðbu...
Hvað er ítrun Newtons?
Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...