Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2945 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er glerharpa?

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?

Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...

category-iconVísindavefur

Hvenær dó Beethoven?

Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...

category-iconHugvísindi

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?

Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?

Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...

category-iconHugvísindi

Hvað er kontrapunktur?

Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.? Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

category-iconUmhverfismál

Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?

Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...

Fleiri niðurstöður