Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ef dregur úr þessum hömlum hættum við að vera feimin, verðum áræðin og hress. Einnig minnkar dómgreindin og gerir fólk oft hluti undir áhrifum áfengis sem það myndi ekki gera væri það allsgáð.

Etanól er lítil sameind sem er bæði vatns- og fituleysanleg. Efnið kemst því fljótt út í blóðrásina eftir neyslu og kemst einnig yfir heilatálmann sem hindrar för margra efna úr blóðrás í heila. Etanól hefur áhrif á mörg svæði í heilanum, til dæmis dreif, mænu, hnykil og heilabörk. Einnig hefur það áhrif á taugaboð í miðtaugakerfinu, ýmist með því að draga úr eða auka boðflutning eftir því hvaða taugaboðefni eiga í hlut.



Áfengi heldur aftur af taugaboðum sem undir venjulegum kringumstæðum valda hömlum á hegðun. Afleiðingin er sú að hegðun verður hömlulausari og "hressari".

Áhrif etanóls á fólk eru mjög mismunandi og fara eftir aldri, kyni og líkamlegu ástandi þess, hversu mikið það hefur borðað og hvort það hefur neytt annarra lyfja eða efna. Í litlum skömmtum eru helstu áhrif etanóls slökunartilfinning, það losnar um spennu, hömlur minnka, einbeitingarleysi, viðbrögð slævast, viðbragstími eykst, og samhæfing minnkar. Meðalstór skammtur af etanóli hefur í för með sér að tal verður óskýrt, tilfinningar breytast og einstaklingurinn verður sljór. Stór skammtur af etanóli veldur uppköstum, öndunarerfiðleikum, meðvitundarleysi og dauðadái.

Þrálát áfengisdrykkja getur leitt til áfengissýki og ávanamyndunar sem kemur fram í skjálfta, svefntruflunum og velgju, jafnvel sjónhverfingum og krampa ef viðkomandi fær ekki áfengi (fráhvarfseinkenni). Einnig myndast þol gagnvart áhrifum áfengis. Þrálát áfengisneysla getur líka leitt til annarra taugafræðilegra skemmda. Þar má nefna skemmda í ennisblöðum heilans, heildarminnkun heilans og stækkun heilaholanna. Enn fremur er skortur á B1-vítamíni eða þíamíni nokkuð algengur meðal áfengissjúklinga. Taugakröm og aðrir alvarlegir sjúkdómar geta komið í kjölfarið og valda þeir miklum skemmdum á heilanum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um áfengi, til dæmis:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.1.2008

Spyrjandi

Aðalbjörg Bjarnadóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7021.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 22. janúar). Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7021

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ef dregur úr þessum hömlum hættum við að vera feimin, verðum áræðin og hress. Einnig minnkar dómgreindin og gerir fólk oft hluti undir áhrifum áfengis sem það myndi ekki gera væri það allsgáð.

Etanól er lítil sameind sem er bæði vatns- og fituleysanleg. Efnið kemst því fljótt út í blóðrásina eftir neyslu og kemst einnig yfir heilatálmann sem hindrar för margra efna úr blóðrás í heila. Etanól hefur áhrif á mörg svæði í heilanum, til dæmis dreif, mænu, hnykil og heilabörk. Einnig hefur það áhrif á taugaboð í miðtaugakerfinu, ýmist með því að draga úr eða auka boðflutning eftir því hvaða taugaboðefni eiga í hlut.



Áfengi heldur aftur af taugaboðum sem undir venjulegum kringumstæðum valda hömlum á hegðun. Afleiðingin er sú að hegðun verður hömlulausari og "hressari".

Áhrif etanóls á fólk eru mjög mismunandi og fara eftir aldri, kyni og líkamlegu ástandi þess, hversu mikið það hefur borðað og hvort það hefur neytt annarra lyfja eða efna. Í litlum skömmtum eru helstu áhrif etanóls slökunartilfinning, það losnar um spennu, hömlur minnka, einbeitingarleysi, viðbrögð slævast, viðbragstími eykst, og samhæfing minnkar. Meðalstór skammtur af etanóli hefur í för með sér að tal verður óskýrt, tilfinningar breytast og einstaklingurinn verður sljór. Stór skammtur af etanóli veldur uppköstum, öndunarerfiðleikum, meðvitundarleysi og dauðadái.

Þrálát áfengisdrykkja getur leitt til áfengissýki og ávanamyndunar sem kemur fram í skjálfta, svefntruflunum og velgju, jafnvel sjónhverfingum og krampa ef viðkomandi fær ekki áfengi (fráhvarfseinkenni). Einnig myndast þol gagnvart áhrifum áfengis. Þrálát áfengisneysla getur líka leitt til annarra taugafræðilegra skemmda. Þar má nefna skemmda í ennisblöðum heilans, heildarminnkun heilans og stækkun heilaholanna. Enn fremur er skortur á B1-vítamíni eða þíamíni nokkuð algengur meðal áfengissjúklinga. Taugakröm og aðrir alvarlegir sjúkdómar geta komið í kjölfarið og valda þeir miklum skemmdum á heilanum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um áfengi, til dæmis:

Heimildir:

...