- Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin?
- Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi?
Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama, etanól. Einungis magn þessa efnis í líkama einstaklings (þar með talið heila) ræður því hvort einkenni áfengiseitrunar koma fram en ekki tegund eða gæði þess áfengis sem neytt er. Áfengismagn í líkama er metið út frá magni í blóði og er gjarnan sett fram sem g/l (prómill).
Þegar áfengis er neytt frásogast það frá meltingarvegi og dreifist um líkamann. Það er svo brotið niður (gert óvirkt) að langmestu leyti í lifrinni. Lifrin getur þó einungis brotið niður ákveðið magn áfengis á tímaeiningu og er það óháð því hversu mikið drukkið er. Hjá flestum brýtur lifrin niður um það bil 10g af áfengi á klukkustund (einn einfaldur drykkur, 25ml af 40% sterku áfengi). Drekki einstaklingur meira/hraðar en þessu nemur safnast áfengi fyrir í líkamanum og einkenni ofskammts geta komið fram. Ákveðnir þættir auka líkur á áfengiseitrun:
- neysla sterkra drykkja; það þarf minna magn sterkra drykkja en veikra til að hækka blóðgildi áfengis
- hröð neysla; lifrin hefur ekki við að brjóta niður áfengið ef neyslan er hröð
- drykkjureynsla; þeir sem drekka oft/mikið áfengi hafa aukið þol gegn áhrifum þess
- líkamsþyngd; léttir einstaklingar fá hærri blóðgildi af sama magni áfengis en þungir
- kyn; áfengi virðist frásogast betur hjá konum en körlum (minni virkni niðurbrotshvata áfengis í meltingarslímhúð) auk þess sem þær eru almennt léttari og hafa hærra hlutfall fituvefs
- næringarástand; drykkja á fastandi maga eykur áhrif áfengis. Matur í maga með háu fitu/próteinmagni hægir hins vegar á frásogi
- lyf; lyf sem hafa slævandi verkun á miðtaugakerfi geta verkað með áfengi og aukið áhrif þess.
- djúpur svefn/meðvitundarleysi
- hæg öndun
- óregluleg öndun
- hægur hjartsláttur
- fölur/bláleitur blær á húð, köld/þvöl húð
- uppköst “í svefni”
- Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum? eftir Þórdísi Gísladóttur og Þráin Hafsteinsson.
- Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Hvað er alkóhólismi? eftir Erlu Björgu Sigurðardóttur.
- Er áfengi fitandi? eftir Björn Sigurð Gunnarsson