Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er alkóhólismi?

Erla Björg Sigurðardóttir

Upphaflegar spurningar voru þessar:

  • Hvað er alkóhólismi/áfengissýki og af hverju mæta þeir sem haldnir eru þeirri veiki svo miklum fordómum í þjóðfélaginu? (Hlín)
  • Getið þið skilgreint alkóhólisma? (Bergvin)
  • Er alkahólismi og eiturlyfjafíkn sjúkdómur? (Hjörtur)
  • Er áfengissýki arfgeng? (Sigríður)
Áfengisfíkn hefur fylgt mannkyni frá örófi alda og eftir þeim tekið sem hafa átt við þann vanda að stríða. Umræðan um það hver sé háður áfengi eða hvað það merki er þó ekki gömul. Inntak hennar snerist framan af um hvað fælist í því að vera háður áfengi og hvernig skyldi meðhöndla manneskju með slíkan vanda. Í meginatriðum voru tvö grundvallarsjónarhorn ríkjandi. Annars vegar var það að áfengisfíklar væru augljóslega siðferðislega óæðri þar sem að flestir sem neyttu áfengis gátu haft stjórn á drykkju sinni og sköpuðu ekki vandræði. Hins vegar var það sjónarmið að slíkir einstaklingar væru andsetnir því enginn gæti viljandi drukkið með slíkum hætti.

Ekki fyrir svo löngu voru sálfræðilegir þættir álitnir spá hvað best fyrir ánetjun áfengis. Vísindi hafa fært okkur nær því að skoða líkamlega og félagslega þætti samhliða þeim sálrænu. Aukin þekking hefur fært sjónir manna frá því að leita einungis orsaka alkóhólisma í tilteknum persónuleikaþáttum eða sálrænum vandkvæðum í æsku.

Í dag er álitið að samspil líffræðilegra, sálfræðilegra og félagslegra þátta ráði þróun alkóhólisma. Orsakir ofneyslu áfengis eru taldar eiga sér rætur í bæði erfða- og umhverfisþáttum; enginn einn þáttur hefur fundist sem klár orsakavaldur. Lengi hefur verið viðurkennt að alkóhólismi sé ættgengur og á síðari árum hafa margar rannsóknir stutt þá tilgátu að þetta ættgengi sé bundið erfðum. Hins vegar ber rannsóknarniðurstöðum ekki saman um arfbera. Erfðir alkóhólisma eru flóknar og erfðamynstrið virðist benda til þess að fleiri en einn arfberi sé orsakavaldur. Það skal einnig undirstrikað að alkóhólismi er ekki einsleitur frekar en sjúkdómar eins og krabbamein. Ýmsir fræðimenn hafa getið sér til um að mismunandi arfberar orsaki alkóhólisma í fólki. Þannig getur verið að að sá arfberi sem veldur alkóhólisma í einni fjölskyldu sé allt annar en veldur honum í annarri fjölskyldu.


Konungur alkóhólsins og æðsti ráðgjafi hans.

Ýmsar kenningar fjalla um alkóhólisma, en eftir seinni heimstyrjöldina urðu sjúkdómslíkanið og sálgreiningarlíkanið þeirra áhrifamestar. Vinsældir sálgreiningarlíkansins hafa dalað í seinni tíð og sjúkdómslíkanið er sífellt oftar notað sem grundvöllur meðferðar fólks sem hefur ánetjast áfengi og öðrum vímuefnum.

Fræðimönnum ber ekki saman um orsök og eðli alkóhólisma en flestir aðilar sem standa að meðferð við honum styðjast við greiningarviðmið handbókar Ameríska geðlæknafélagsins (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition: DSM-VI) Samkvæmt DSM-IV má greina alkóhólisma hjá einstaklingi í óeðlilegri áfengisneyslu sem veldur honum verulegri óstarfhæfni og vanlíðan og sem svarar jákvætt þremur eða fleiri af eftirtöldum viðmiðunaratriðum:

  1. Aukið þol sem einkennist annað hvort af :

    • Þörf fyrir að drekka verulega aukið magn af áfengi til að verða ölvaður eða fá fram þau áhrif sem óskað er.
    • Áberandi minni áhrifum þegar sama áfengismagn er notað hverju sinni.

  2. Fráhvarf eftir langa og mikla drykkju sem lýsir sér annað hvort með:

    • Tveimur eða fleiri eftirtalinna einkenna: Skjálfta, svefnleysi, kvíða, óróleika, ofskynjunum, krampa eða ofstarfsemi sjálfráða taugakerfisins, til dæmis svita eða hröðum hjartslætti.
    • Því að áfengi eða róandi lyf eru notuð til að laga eða forðast áfengisfráhvarf.

  3. Oft er drukkið meira áfengi eða setið lengur að drykkju en ætlað var í fyrstu.
  4. Viðvarandi löngun eða misheppnaðar tilraunir til að draga úr eða hætta neyslu áfengis.
  5. Miklum tíma er eytt í að verða sér út um áfengi, nota áfengi eða jafna sig eftir áfengisneyslu.
  6. Fjölskylda eða vinna er vanrækt vegna áfengisdrykkju eða hætt er við eða dregið úr ýmsum heilbrigðum venjum eða tómstundum.
  7. Áfengisneyslu er haldið áfram þó að viðkomandi geri sér grein fyrir að hún veldur viðvarandi eða endurteknum líkamlegum eða andlegum veikindum.

Nægilegt er að til staðar séu þrjú af þessum viðmiðunaratriðum og alkóhólismi getur þá verið með eða án líkamlegrar vanabindingar. Líkamleg vanabinding er greind þegar til staðar eru viðmiðunaratriði 1 eða 2 eða þau bæði. Greint er á milli ofneyslu áfengis og alkóhólisma.

Á síðasta áratug hafa framfarir í taugalífeðlisfræði og aukin þekking á starfsemi heilans smám saman dregið úr ágreiningi heilbrigðisstarfsmanna um eðli áfengis- og vímuefnafíknar. Fordómar fyrirfinnast þrátt fyrir aukna þekkingu á málefninu og hafa löngum verið áberandi þegar alkóhólismi er til umræðu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • American Psychiatric Association, 1994. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition: DSM-VI.
  • Árskýrsla S.Á.Á., 2005.
  • Chaudron, C.D. & Wilkinson, D.A., (ritstj.), 1988. Theories on Alcoholism. Toronto: Addiction research foundation.
  • Dodgen, C.E. & Shea, W.M., 2000. Substance Use Disorders: Assessment and Treatments. USA: Academic Press.
  • Estes, N & Heineman, R.N.,(ed)., 1986. Alcoholism: Development, Consequences, and Interventions. Saint Louis: Mosby College Company.
  • Gorski, T. & Miller, M. (1986). Staying Sober: A Guide for Relapse Prevention. Herald Pub. House.
  • Kinney, Jean. Loosening the Grip. Kf. 4 í útgáfu 2003 og kf. 5 í útgáfu 2005.
  • Lýðheilsustöð.
  • Myndin er af Alcoholism. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.

Höfundur

Cand. Mag. í þjóðfélagsfræði og félagsráðgjafi

Útgáfudagur

17.1.2006

Spyrjandi

Hlín Einarsdóttir
Bergvin Andrésson
Hjörtur Sveinsson
Sigríður Benediktsdóttir

Tilvísun

Erla Björg Sigurðardóttir. „Hvað er alkóhólismi?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5569.

Erla Björg Sigurðardóttir. (2006, 17. janúar). Hvað er alkóhólismi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5569

Erla Björg Sigurðardóttir. „Hvað er alkóhólismi?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er alkóhólismi?
Upphaflegar spurningar voru þessar:

  • Hvað er alkóhólismi/áfengissýki og af hverju mæta þeir sem haldnir eru þeirri veiki svo miklum fordómum í þjóðfélaginu? (Hlín)
  • Getið þið skilgreint alkóhólisma? (Bergvin)
  • Er alkahólismi og eiturlyfjafíkn sjúkdómur? (Hjörtur)
  • Er áfengissýki arfgeng? (Sigríður)
Áfengisfíkn hefur fylgt mannkyni frá örófi alda og eftir þeim tekið sem hafa átt við þann vanda að stríða. Umræðan um það hver sé háður áfengi eða hvað það merki er þó ekki gömul. Inntak hennar snerist framan af um hvað fælist í því að vera háður áfengi og hvernig skyldi meðhöndla manneskju með slíkan vanda. Í meginatriðum voru tvö grundvallarsjónarhorn ríkjandi. Annars vegar var það að áfengisfíklar væru augljóslega siðferðislega óæðri þar sem að flestir sem neyttu áfengis gátu haft stjórn á drykkju sinni og sköpuðu ekki vandræði. Hins vegar var það sjónarmið að slíkir einstaklingar væru andsetnir því enginn gæti viljandi drukkið með slíkum hætti.

Ekki fyrir svo löngu voru sálfræðilegir þættir álitnir spá hvað best fyrir ánetjun áfengis. Vísindi hafa fært okkur nær því að skoða líkamlega og félagslega þætti samhliða þeim sálrænu. Aukin þekking hefur fært sjónir manna frá því að leita einungis orsaka alkóhólisma í tilteknum persónuleikaþáttum eða sálrænum vandkvæðum í æsku.

Í dag er álitið að samspil líffræðilegra, sálfræðilegra og félagslegra þátta ráði þróun alkóhólisma. Orsakir ofneyslu áfengis eru taldar eiga sér rætur í bæði erfða- og umhverfisþáttum; enginn einn þáttur hefur fundist sem klár orsakavaldur. Lengi hefur verið viðurkennt að alkóhólismi sé ættgengur og á síðari árum hafa margar rannsóknir stutt þá tilgátu að þetta ættgengi sé bundið erfðum. Hins vegar ber rannsóknarniðurstöðum ekki saman um arfbera. Erfðir alkóhólisma eru flóknar og erfðamynstrið virðist benda til þess að fleiri en einn arfberi sé orsakavaldur. Það skal einnig undirstrikað að alkóhólismi er ekki einsleitur frekar en sjúkdómar eins og krabbamein. Ýmsir fræðimenn hafa getið sér til um að mismunandi arfberar orsaki alkóhólisma í fólki. Þannig getur verið að að sá arfberi sem veldur alkóhólisma í einni fjölskyldu sé allt annar en veldur honum í annarri fjölskyldu.


Konungur alkóhólsins og æðsti ráðgjafi hans.

Ýmsar kenningar fjalla um alkóhólisma, en eftir seinni heimstyrjöldina urðu sjúkdómslíkanið og sálgreiningarlíkanið þeirra áhrifamestar. Vinsældir sálgreiningarlíkansins hafa dalað í seinni tíð og sjúkdómslíkanið er sífellt oftar notað sem grundvöllur meðferðar fólks sem hefur ánetjast áfengi og öðrum vímuefnum.

Fræðimönnum ber ekki saman um orsök og eðli alkóhólisma en flestir aðilar sem standa að meðferð við honum styðjast við greiningarviðmið handbókar Ameríska geðlæknafélagsins (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition: DSM-VI) Samkvæmt DSM-IV má greina alkóhólisma hjá einstaklingi í óeðlilegri áfengisneyslu sem veldur honum verulegri óstarfhæfni og vanlíðan og sem svarar jákvætt þremur eða fleiri af eftirtöldum viðmiðunaratriðum:

  1. Aukið þol sem einkennist annað hvort af :

    • Þörf fyrir að drekka verulega aukið magn af áfengi til að verða ölvaður eða fá fram þau áhrif sem óskað er.
    • Áberandi minni áhrifum þegar sama áfengismagn er notað hverju sinni.

  2. Fráhvarf eftir langa og mikla drykkju sem lýsir sér annað hvort með:

    • Tveimur eða fleiri eftirtalinna einkenna: Skjálfta, svefnleysi, kvíða, óróleika, ofskynjunum, krampa eða ofstarfsemi sjálfráða taugakerfisins, til dæmis svita eða hröðum hjartslætti.
    • Því að áfengi eða róandi lyf eru notuð til að laga eða forðast áfengisfráhvarf.

  3. Oft er drukkið meira áfengi eða setið lengur að drykkju en ætlað var í fyrstu.
  4. Viðvarandi löngun eða misheppnaðar tilraunir til að draga úr eða hætta neyslu áfengis.
  5. Miklum tíma er eytt í að verða sér út um áfengi, nota áfengi eða jafna sig eftir áfengisneyslu.
  6. Fjölskylda eða vinna er vanrækt vegna áfengisdrykkju eða hætt er við eða dregið úr ýmsum heilbrigðum venjum eða tómstundum.
  7. Áfengisneyslu er haldið áfram þó að viðkomandi geri sér grein fyrir að hún veldur viðvarandi eða endurteknum líkamlegum eða andlegum veikindum.

Nægilegt er að til staðar séu þrjú af þessum viðmiðunaratriðum og alkóhólismi getur þá verið með eða án líkamlegrar vanabindingar. Líkamleg vanabinding er greind þegar til staðar eru viðmiðunaratriði 1 eða 2 eða þau bæði. Greint er á milli ofneyslu áfengis og alkóhólisma.

Á síðasta áratug hafa framfarir í taugalífeðlisfræði og aukin þekking á starfsemi heilans smám saman dregið úr ágreiningi heilbrigðisstarfsmanna um eðli áfengis- og vímuefnafíknar. Fordómar fyrirfinnast þrátt fyrir aukna þekkingu á málefninu og hafa löngum verið áberandi þegar alkóhólismi er til umræðu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • American Psychiatric Association, 1994. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition: DSM-VI.
  • Árskýrsla S.Á.Á., 2005.
  • Chaudron, C.D. & Wilkinson, D.A., (ritstj.), 1988. Theories on Alcoholism. Toronto: Addiction research foundation.
  • Dodgen, C.E. & Shea, W.M., 2000. Substance Use Disorders: Assessment and Treatments. USA: Academic Press.
  • Estes, N & Heineman, R.N.,(ed)., 1986. Alcoholism: Development, Consequences, and Interventions. Saint Louis: Mosby College Company.
  • Gorski, T. & Miller, M. (1986). Staying Sober: A Guide for Relapse Prevention. Herald Pub. House.
  • Kinney, Jean. Loosening the Grip. Kf. 4 í útgáfu 2003 og kf. 5 í útgáfu 2005.
  • Lýðheilsustöð.
  • Myndin er af Alcoholism. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
...