Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 139 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...

category-iconHugvísindi

Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?

Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var George Sarton og hvaða áhrif hafði hann á vísindasögu sem fræðigrein?

Belgísk-bandaríski fræðimaðurinn George Sarton (1884-1956) hefur oft verið kallaður faðir vísindasagnfræðinnar, og má það vel til sanns vegar færa. Sarton fæddist í borginni Ghent í Belgíu. Hann lagði stund á efnafræði og stærðfræði í háskóla og lauk doktorsprófi í Ghent árið 1911. Hann kvæntist enskri konu sam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconHeimspeki

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?

Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...

category-iconFélagsvísindi

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru slímsveppir?

Slímsveppir (e. slime molds) eru frumdýr (protozoa) af fylkingunni Myxomycota. Þeir minna um margt á amöbur sem er annar hópur frumdýra en einnig svipar þeim til sveppa enda draga þeir nafn sitt af þeim. Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru a...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?

Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður fýll allra fugla elstur?

Skoski fuglafræðingurinn George McKenzie (1928-1995) stundaði ítarlegar rannsóknir á fýlnum (l. Fulmarus glacialis) við Orkneyjar. Árið 1951 lét hann taka mynd af sér með fýl sem var merktur og því næst sleppt. Þrjátíu árum síðar fannst fýllinn aftur og lét McKenzie að því tilefni aftur taka mynd af sér og fuglinu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?

Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?

Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að...

Fleiri niðurstöður