Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru amöbulegar himnur sem geta verið allt að tugir sentimetra í þvermál með óreglulegum útlínum sem breytast í sífellu en þó mjög hægt. Allt er þetta ein lífvera sem myndast hefur við samruna fjölda einstaklinga í einn risamassa. Þessi risafruma er með fjölda kjarna en himnur upprunalegu frumnanna hafa horfið. Einnig eru til slímsveppir sem eru einhvers konar sambýli raunverulega aðskildra frumna. Þeir kallast pseudoplasmodia og samanstanda af þúsundum amöbulegra frumna. Slímsveppir finnast í raklendi svo sem í rökum skógum þar sem þeir skríða um skógarbotninn og minna um margt á risastórar amöbur. Mynd: George Barron's Website on Fungi
Hvað eru slímsveppir?
Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru amöbulegar himnur sem geta verið allt að tugir sentimetra í þvermál með óreglulegum útlínum sem breytast í sífellu en þó mjög hægt. Allt er þetta ein lífvera sem myndast hefur við samruna fjölda einstaklinga í einn risamassa. Þessi risafruma er með fjölda kjarna en himnur upprunalegu frumnanna hafa horfið. Einnig eru til slímsveppir sem eru einhvers konar sambýli raunverulega aðskildra frumna. Þeir kallast pseudoplasmodia og samanstanda af þúsundum amöbulegra frumna. Slímsveppir finnast í raklendi svo sem í rökum skógum þar sem þeir skríða um skógarbotninn og minna um margt á risastórar amöbur. Mynd: George Barron's Website on Fungi
Útgáfudagur
4.11.2004
Spyrjandi
Sigurður Már Þorleifsson, f. 1989
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru slímsveppir?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4594.
Jón Már Halldórsson. (2004, 4. nóvember). Hvað eru slímsveppir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4594
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru slímsveppir?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4594>.