Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að stað B. Býflugan er fljót í förum og flýgur á hraðanum 70 km/klst. Þegar hún mætir lestinni sem kemur frá stað B verður hún hrædd og snýr við í átt að A. Skömmu síðar nálgast lestin frá A býfluguna, sem snýr enn við. Svona gengur þetta þangað til lestirnar tvær mætast, en þá verður verður flugan svo hrædd að hún drepst og fellur til jarðar. Hver er heildarvegalengdin sem flugan fór?
Við hvetjum lesendur til að senda okkur tölvupóst með úrlausnum sínum. Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu réttar lausnir verða svo birt í næstu viku.
Þýtt og endursagt úr: Gamow, George, & Stern, Marvin. Puzzle-Math. London: MacMillan, 1958.
Mynd: HB