Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 48 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er ofsakláði?

Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?

Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til or...

category-iconLæknisfræði

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, s...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

category-iconLæknisfræði

Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?

Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við ma...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?

Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru mislingar?

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...

category-iconLæknisfræði

Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?

Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?

Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er g...

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast zíkaveira?

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...

category-iconLæknisfræði

Er fæðuofnæmi algengt?

Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju t...

category-iconNæringarfræði

Er Atkins-kúrinn hollur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður hálsbólgu og kunnið þið einhver góð ráð við henni?

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýk...

Fleiri niðurstöður