Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 124 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru örmlur?

Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconTrúarbrögð

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

category-iconSálfræði

Hvernig geta ský orðið að mönnum?

Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?

Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf. Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að láta braka í puttunum?

Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?

Samgróningar eru bandvefur sem myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi. Myndun þeirra tekur ákveðinn tíma en síðan hjaðna þeir eða mýkjast. Vonir standa til að samgróningar eftir aðgerðir minnki með nýjum aðferðum í skurðlækningum þar sem líffærin verða fyrir minna hnjaski. Samgróningar (adhesion) my...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...

category-iconLæknisfræði

Er sóri smitandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?

Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanv...

category-iconSálfræði

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna svitnar maður?

Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

Fleiri niðurstöður