Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar:
Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?
Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin hreyfingin er kölluð Church of Christ, Scientist eða Christian Science og um hana má lesa hér.



Vísindakirkjan (Church of Scientology) var stofnuð í Los Angeles um miðjan 6. áratug síðustu aldar. Stofnandi hennar var Lafayette Ronald Hubbard (1911-1986). Hann var vel þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar en skrifaði að auki fjölda annarra verka. Að sögn talsmanna Vísindakirkjunnar eru meðlimir hennar um 8 milljónir í 120 löndum. Svo vill til að Vísindakirkjan hefur notið mikilla vinsælda meðal kvikmyndaleikara í Hollywood og annarra stjarna og meðal meðlima hennar má nefna John Travolta, Tom Cruise og Lisu Marie Presley.



Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar er manneskjan hvorki hugur né líkami heldur andleg vera, þetan. Hugurinn skiptist í tvennt, rökræna vitund og svo undirvitund sem bregst við ýmiss konar áföllum og áreiti, bæði andlegum og líkamlegum, sem einstaklingurinn verður fyrir um ævina. Þetta áreiti er sagt skilja eftir sig ör, engrams, á undirvitundinni og þessi ör eru undirrót helstu vandamála sem viðkomandi á við að stríða.

Til að losna við hin sálrænu ör fer Vísindakirkjufólk gegnum viðtalsferli sem kallað er auditing þar sem notast er við sérstakt tæki sem kallað er E-mælir. E-mælirinn er sagður mæla andlega vanlíðan viðkomandi með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Þegar fólki hefur tekist að losna við engram-örin verður það “hreint” (clear). Takmarkið er svo að verða “OT” eða “Operating Thetan” sem hefur náð fullkomnun og getur hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm. Að auki trúir Vísindakirkjufólk á endurholdgun.

Eftir því sem Vísindakirkjufólk kemst ofar í þróunarferli sínu innan safnaðarins fær það aðgang að meiri upplýsingum um heimsmyndina sem sett er fram. Þessi heimsmynd er sögð líkjast því sem fram kemur í vísindaskáldsögum L. Ron Hubbard. Meðal annars kemur fram að geimvera að nafni Xenu hafi fyrir 75 milljónum ára sent billjónir þetana til jarðarinnar, sprengt í loft upp og heilaþvegið. Þessir þetanar eru enn á jörðinni, líkamslausir í klösum, og festa sig á okkur mannfólkið nema við losum okkur við þá með viðtalsferlinu sem nefnt er hér að ofan. Upplýsingum sem þessum er haldið leyndum fyrir utanaðkomandi aðilum og hefur Vísindakirkjan meðal annars staðið í deilum við fólk sem hefur birt leynilegu upplýsingarnar á vefsíðum sínum.

Ýmsir hópar hafa barist gegn Vísindakirkjunni og því hefur meðal annars verið haldið fram að hún hirði óheyrilegar fjárhæðir af meðlimum sínum og að meðlimirnir séu heilaþvegnir. Erfitt er þó að greina sannindi frá ósannindum í ásökunum sem þessum og er engin afstaða tekin til sannleiksgildis þeirra hér.

Heimildir:

Mynd af L. Ron Hubbard: L. Ron Hubbard - A Profile -

Mynd af stjörnum Vísindakirkjunnar: HB

Mynd af e-mæli: Goddess Gossip

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

9.4.2003

Spyrjandi

Árni Gunnlaugsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3321.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 9. apríl). Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3321

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3321>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar:

Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?
Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin hreyfingin er kölluð Church of Christ, Scientist eða Christian Science og um hana má lesa hér.



Vísindakirkjan (Church of Scientology) var stofnuð í Los Angeles um miðjan 6. áratug síðustu aldar. Stofnandi hennar var Lafayette Ronald Hubbard (1911-1986). Hann var vel þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar en skrifaði að auki fjölda annarra verka. Að sögn talsmanna Vísindakirkjunnar eru meðlimir hennar um 8 milljónir í 120 löndum. Svo vill til að Vísindakirkjan hefur notið mikilla vinsælda meðal kvikmyndaleikara í Hollywood og annarra stjarna og meðal meðlima hennar má nefna John Travolta, Tom Cruise og Lisu Marie Presley.



Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar er manneskjan hvorki hugur né líkami heldur andleg vera, þetan. Hugurinn skiptist í tvennt, rökræna vitund og svo undirvitund sem bregst við ýmiss konar áföllum og áreiti, bæði andlegum og líkamlegum, sem einstaklingurinn verður fyrir um ævina. Þetta áreiti er sagt skilja eftir sig ör, engrams, á undirvitundinni og þessi ör eru undirrót helstu vandamála sem viðkomandi á við að stríða.

Til að losna við hin sálrænu ör fer Vísindakirkjufólk gegnum viðtalsferli sem kallað er auditing þar sem notast er við sérstakt tæki sem kallað er E-mælir. E-mælirinn er sagður mæla andlega vanlíðan viðkomandi með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Þegar fólki hefur tekist að losna við engram-örin verður það “hreint” (clear). Takmarkið er svo að verða “OT” eða “Operating Thetan” sem hefur náð fullkomnun og getur hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm. Að auki trúir Vísindakirkjufólk á endurholdgun.

Eftir því sem Vísindakirkjufólk kemst ofar í þróunarferli sínu innan safnaðarins fær það aðgang að meiri upplýsingum um heimsmyndina sem sett er fram. Þessi heimsmynd er sögð líkjast því sem fram kemur í vísindaskáldsögum L. Ron Hubbard. Meðal annars kemur fram að geimvera að nafni Xenu hafi fyrir 75 milljónum ára sent billjónir þetana til jarðarinnar, sprengt í loft upp og heilaþvegið. Þessir þetanar eru enn á jörðinni, líkamslausir í klösum, og festa sig á okkur mannfólkið nema við losum okkur við þá með viðtalsferlinu sem nefnt er hér að ofan. Upplýsingum sem þessum er haldið leyndum fyrir utanaðkomandi aðilum og hefur Vísindakirkjan meðal annars staðið í deilum við fólk sem hefur birt leynilegu upplýsingarnar á vefsíðum sínum.

Ýmsir hópar hafa barist gegn Vísindakirkjunni og því hefur meðal annars verið haldið fram að hún hirði óheyrilegar fjárhæðir af meðlimum sínum og að meðlimirnir séu heilaþvegnir. Erfitt er þó að greina sannindi frá ósannindum í ásökunum sem þessum og er engin afstaða tekin til sannleiksgildis þeirra hér.

Heimildir:

Mynd af L. Ron Hubbard: L. Ron Hubbard - A Profile -

Mynd af stjörnum Vísindakirkjunnar: HB

Mynd af e-mæli: Goddess Gossip...