Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: A. „Þau slitu samvistum árið...“ B. „Þau slitu samvistir árið...“ Með fyrirfram þak...

category-iconVísindi almennt

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað? Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr bla...

category-iconHugvísindi

Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?

Öll spurningin hljómaði svona: Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir. Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmör...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð orðatiltækið „Þú skalt eiga mig á fæti“ til og hvað merkir það?

Orðasambandið að eiga einhvern á fæti þekkist frá því á 19. öld og merkir að ‛eiga einhverjum að mæta, eiga von á að fá að kenna á einhverjum’. Bein merking þess að eiga eitthvað á fæti, til dæmis eiga fé á fæti, merkir að eiga eitthvað lifanda, það er það stendur en liggur ekki dautt. Vel má hugsa sér að lí...

category-iconHugvísindi

Við vinirnir erum að deila um hvort eigi að segja 'margur telur mig sig' eða 'margur telur sig mig'? Hvort er réttara?

Orðasambandið sem spurt er um er margur hyggur (telur, álítur) mig sig. Hugmyndin að baki er að margur maðurinn hyggur að aðrir séu eins og hann sjálfur. Það er oftast notað í háði og í neikvæðri merkingu. Sá sem tekur svo til orða er þá oftast að hæðast að öðrum manni með því að gefa í skyn að hann telji sig stan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?

Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...

category-iconMálvísindi: íslensk

Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt. En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...

Fleiri niðurstöður