Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskÉg er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?
Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á eru tölurnar hundruð, þúsund, og milljón. Standa nafnorð í eignarfalli eða nefnifalli eftir þeim tölum? Ég hef ekki fundið svar við þessa spurningu á Netinu og þess vegna leita ég eftir svari hér. Takk fyrir hjálpina. Og fyrirgefið íslenskuna mína. Ég veit að hún er mjög vond.
Oft er eignarfall eintölu af orðinu maður (þ.e. manns) notað á eftir töluorðum. Tala sagnarinnar, sem á eftir kemur, ræðst af töluorðinu en ekki af manns. Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Tuttugu þúsund manns hafa séð sýninguna. Tuttugu og eitt þúsund manns hefur séð sýninguna.
Um hundrað segir þar:
Orðið hundrað er ýmist nafnorð í hvorugkyni (hundrað manna; ég mætti hundruðum manna á leiðinni) eða óbeygjanlegt lýsingarorð (hundrað manns; hundrað menn; ég mætti hundrað mönnum á leiðinni).
Um þúsund segir:
Stundum er þúsund notað sem lýsingarorð (eitt þúsund myndir voru sýndar, hann eyddi fimmtán þúsund krónum) en stundum sem nafnorð og þá ýmist sem hvorugkynsorð (eitt þúsund, mörg þúsund) eða kvenkynsorð (þá yfirleitt einungis í fleirtölu: margar þúsundir, þúsundir manna). Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Margar þúsundir manna hafa flúið að heiman.
Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:952) er eignarfallið manns notað við talningu ef átt er við fleiri en fjóra.
Guðrún Kvaran. „Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54880.
Guðrún Kvaran. (2010, 19. mars). Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54880
Guðrún Kvaran. „Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54880>.