Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvernig get ég vitað hvort ég sé með óráði á meðan á óráðinu stendur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Að sjá hvort einhver sem ég þekki vel er með óráði er tiltölulega auðvelt en (hvernig) get ég vitað hvort ég sjálfur er með óráði á meðan á því stendur? Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Þeir sem geta lagt inn spurningu um ástand sitt til Vísindavefsins eru...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?

Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...

category-iconFélagsvísindi

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?

Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?

Ritstörf eru þess eðlis að vel mætti halda því fram að ekkert sé til sem heitir ritstífla, svo fremi sem líkams- og heilastarfsemi ritarans sé innan eðlilegra marka. Það að segjast ekki geta skrifað sökum ritstíflu sé bara afsökun fyrir að takast ekki á við ritsmíðaverkefnið eða slá því á frest. Samt sem áður lend...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður hálsbólgu og kunnið þið einhver góð ráð við henni?

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa tögl og hagldir?

Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr? Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar v...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?

Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?

Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður hiksta og eru til einhverja góðar leiðir til þess að losna við hann?

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna fær maður hiksta? segir meðal annars:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?

Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engif...

category-iconLandafræði

Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?

Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku ...

Fleiri niðurstöður