Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr?Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar voru bundnir. Ágæt skýringarmynd af högldum er á bls. 520 í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 (og síðar). Tagl í orðasambandinu merkir ‘reipi’ og orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.
Fjórar hagldir úr við. Hagldirnar eru varðveittar í Byggðasafni Árnesinga. Orðasambandið í heild merkir ‘hafa öll ráð í höndum sér’. Það er úr heyskaparmáli.
- Sarpur - Högld. (Sótt 1.07.2016).