Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er hægt að gera sér einhverja grein fyrir samfélagsgerð, það er að segja samspili kynja, stétta og einstaklinga. Um önnur samfélög verður að styðjast við mismunandi rökréttar ályktanir út frá því sem lesið verður af fornleifum og í samanburði við þekktari samfélög á síðari tímum.


Kvenmannsandlit frá Egyptalandi. Styttan er talin vera frá 1550-1070 f.Kr.

Það er vissulega svo, að í helstu rituðum heimildum um menningarsamfélög er ljóst, að karlmenn gegna þar meginhlutverki í öllu því er lýtur að stjórnun samfélagsins, verkstjórn sameiginlegra verkefna og flestu því sem snertir samband við æðri máttarvöld. Þeir eru herstjórar, dómarar, prestar. Þeir búa líka yfir þekkingu á ritmáli og ráða þar af leiðandi því, sem lesið verður um samfélag það sem þeir búa í. Fátt er sagt um hlut kvenna, en þó er ljóst, að konur eru víðast mikils metnar sem lífgefendur: þær ala börnin og halda þannig við þjóðfélaginu, og þær búa yfir þeim mætti sem viðheldur frjósemi mannfólksins, dýranna og náttúrunnar. Án kvenna væri ekkert mannlíf!

Þegar spurt er um yfirburði er einfaldast að svara því svo, að víða voru karlmenn taldir hafa yfirburði í mörgum hlutum, en konur gegndu hinu mikilvæga hlutverki að viðhalda þjóðum. Hvort kynið var og er háð hinu, og því ekki um að ræða algera yfirburði annars hvors þeirra þegar á heildina er litið. En það eru aðallega karlmenn sem hafa skrifað söguna, og það hefur kannski ruglað svolítið myndina því hverjir teljast miklir og minnisverðir og hverjir eru látnir sitja óforþént í skugganum!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.9.2009

Spyrjandi

Hekla Sigurðardóttir, f. 1993

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?“ Vísindavefurinn, 30. september 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52395.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2009, 30. september). Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52395

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52395>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?
Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er hægt að gera sér einhverja grein fyrir samfélagsgerð, það er að segja samspili kynja, stétta og einstaklinga. Um önnur samfélög verður að styðjast við mismunandi rökréttar ályktanir út frá því sem lesið verður af fornleifum og í samanburði við þekktari samfélög á síðari tímum.


Kvenmannsandlit frá Egyptalandi. Styttan er talin vera frá 1550-1070 f.Kr.

Það er vissulega svo, að í helstu rituðum heimildum um menningarsamfélög er ljóst, að karlmenn gegna þar meginhlutverki í öllu því er lýtur að stjórnun samfélagsins, verkstjórn sameiginlegra verkefna og flestu því sem snertir samband við æðri máttarvöld. Þeir eru herstjórar, dómarar, prestar. Þeir búa líka yfir þekkingu á ritmáli og ráða þar af leiðandi því, sem lesið verður um samfélag það sem þeir búa í. Fátt er sagt um hlut kvenna, en þó er ljóst, að konur eru víðast mikils metnar sem lífgefendur: þær ala börnin og halda þannig við þjóðfélaginu, og þær búa yfir þeim mætti sem viðheldur frjósemi mannfólksins, dýranna og náttúrunnar. Án kvenna væri ekkert mannlíf!

Þegar spurt er um yfirburði er einfaldast að svara því svo, að víða voru karlmenn taldir hafa yfirburði í mörgum hlutum, en konur gegndu hinu mikilvæga hlutverki að viðhalda þjóðum. Hvort kynið var og er háð hinu, og því ekki um að ræða algera yfirburði annars hvors þeirra þegar á heildina er litið. En það eru aðallega karlmenn sem hafa skrifað söguna, og það hefur kannski ruglað svolítið myndina því hverjir teljast miklir og minnisverðir og hverjir eru látnir sitja óforþént í skugganum!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...