Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 285 svör fundust
Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?
Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...
Hver er elsta lífvera á jörðinni?
Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...
Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...
Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?
Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhin...
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Hvað er hæsta lifandi vera há?
Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Er allt gert úr frumum?
Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...
Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...
Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð? Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapu...
Af hverju hafa apar kynfæri?
Eitt af einkennum allra lífvera er að þær geta af sér afkvæmi og kallast það æxlun. Í lífríkinu eru tveir meginflokkar æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlaus æxlun eins og fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar kemur...
Hvað er líffræði?
Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um: byggingu og starfsemi frumna byggingu, eftirmyndun, s...
Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?
Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbja...
Hvað er ránlífi?
Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...
Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...