Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild hljóðaði svona:
Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð?

Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapunkti í sinni keðju, svo sem hryggdýr, fjölmargar tegundir sjávar- og landhryggleysingja og jafnvel frumdýr og bakteríur. Það er því ekki hægt að tilgreina eina ákveðna tegund lífvera sem var á toppi fæðukeðjunnar áður en maðurinn kom fram heldur hafa ýmsar tegundir verið efst í þeim keðjum sem maðurinn tengist nú.

Ef hins vegar er átt við hvort einhver önnur lífvera hafi verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni þá hafa eflaust margar dýrategundir drepið sér menn til matar, enda hafa fundist beinagrindur af frummönnum tegundanna Homo sapiens og Homo erectus með áverka sem fornleifafræðingar telja að séu eftir stór rándýr. Vistfræðilega er þó ekki hægt að segja að eftir að Homo sapiens kom fram hafi eitthvert annað dýr verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni heldur stendur fjöldi tegunda manninum jafnfætis sem efsti hluti fæðukeðjunnar, eða á endapunkti í flóknum fæðuvef vistkerfisins. Í þessu sambandi má nefna stór kattadýr, háhyrninga, stóra hákarla og í reynd ótal aðrar dýrategundir.

Með samvinnu og hópskipulagi hófu menn snemma að ræna bráð af ljónahópum og öðrum rándýrum á sléttum Afríku og Asíu. Þeir voru orðnir drottnarar umhverfis síns fyrir tugþúsundum ára þó eflaust hafi samskipti frummanna og stærri rándýra verið æði stormasöm og tvísýn í árdaga mannsins.



Bengal tígrisdýr (Panthera tigris tigris).

Ef hægt er að segja að einhver dýrategund hafi „staðið uppi í hárinu“ á manninum þá er það helst asíska tígrisdýrið. Allt fram á 19. öld, þegar öflugir veiðirifflar komu til sögunnar, drápu og átu tígrisdýr á Indlandi og víðar í sunnanverðri Asíu marga menn á hverju ári þó varla sé hægt að segja að mannakjöt hafi verið hluti af daglegri fæði þessara dýra. Meðal annars vegna þeirrar ógnar sem stafaði af tígrisdýrum voru þau tilbeðin fyrir kraft og tígulega framgöngu. Eftir að Bretar létu að sér kveða í álfunni og hófu stórfelldar veiðar á tígrisdýrum fór þó að fjara undan virðingu innfæddra fyrir þessu mikla rándýri.

Ævintýramaðurinn Jim Corbett (1875-1955) felldi mörg mannætutígrisdýr á ferli sínum. Það fyrsta var hið svokallaða campawat-tígrisdýr sem talið var að hafi drepið og étið 436 manns. Í skrifum sínum sagði hann að maðurinn hafi verið í varnarstríði við tígrisdýr áður en öflugir rifflar komu fram og kannski má segja að á Indlandi hafi tígrisdýr verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni þar sem þau átu menn en menn átu ekki tígrisdýr.



Corbett með champwat-mannætutígrisdýrið.

Dæmið lítur aðeins öðru vísi út í Kína. Þó að tígrisdýr hafi í einhverjum tilvikum drepið menn þar þá voru það yfirleitt menn sem drápu þau, en í Kína hefur alla tíð verið markaður fyrir afurðir þessara dýra sem kynörvandi lyf.

Um örlög tígrisdýrsins er það að segja að heildarstofn villtra tígrisdýra í heiminum er nú aðeins 5% af því sem hann var fyrir einni öld. Með áframhaldandi hnignun tígrisdýrastofnanna í Asíu má leiða að því líkur að eftir 10-20 ár verði öll villt tígrisdýr dauð.

Annað rándýr sem eflaust hefur herjað á menn var sverðkötturinn (Smilodon fatalis) en hann dó út undir lok síðustu ísaldar fyrir um 10 þúsund árum eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers vegna dó sverðkötturinn út? „Samskipti“ manna og sverðkatta eru ekki vel þekkt en gera má ráð fyrir að einhverjir menn hafi endað líf sítt í kjafti þessarar ógurlegu skepnu, þó ekki séu þekkt dæmi um slíkt.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.5.2005

Spyrjandi

Friðrik Dýrfjörð, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5022.

Jón Már Halldórsson. (2005, 27. maí). Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5022

Jón Már Halldórsson. „Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð?

Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapunkti í sinni keðju, svo sem hryggdýr, fjölmargar tegundir sjávar- og landhryggleysingja og jafnvel frumdýr og bakteríur. Það er því ekki hægt að tilgreina eina ákveðna tegund lífvera sem var á toppi fæðukeðjunnar áður en maðurinn kom fram heldur hafa ýmsar tegundir verið efst í þeim keðjum sem maðurinn tengist nú.

Ef hins vegar er átt við hvort einhver önnur lífvera hafi verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni þá hafa eflaust margar dýrategundir drepið sér menn til matar, enda hafa fundist beinagrindur af frummönnum tegundanna Homo sapiens og Homo erectus með áverka sem fornleifafræðingar telja að séu eftir stór rándýr. Vistfræðilega er þó ekki hægt að segja að eftir að Homo sapiens kom fram hafi eitthvert annað dýr verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni heldur stendur fjöldi tegunda manninum jafnfætis sem efsti hluti fæðukeðjunnar, eða á endapunkti í flóknum fæðuvef vistkerfisins. Í þessu sambandi má nefna stór kattadýr, háhyrninga, stóra hákarla og í reynd ótal aðrar dýrategundir.

Með samvinnu og hópskipulagi hófu menn snemma að ræna bráð af ljónahópum og öðrum rándýrum á sléttum Afríku og Asíu. Þeir voru orðnir drottnarar umhverfis síns fyrir tugþúsundum ára þó eflaust hafi samskipti frummanna og stærri rándýra verið æði stormasöm og tvísýn í árdaga mannsins.



Bengal tígrisdýr (Panthera tigris tigris).

Ef hægt er að segja að einhver dýrategund hafi „staðið uppi í hárinu“ á manninum þá er það helst asíska tígrisdýrið. Allt fram á 19. öld, þegar öflugir veiðirifflar komu til sögunnar, drápu og átu tígrisdýr á Indlandi og víðar í sunnanverðri Asíu marga menn á hverju ári þó varla sé hægt að segja að mannakjöt hafi verið hluti af daglegri fæði þessara dýra. Meðal annars vegna þeirrar ógnar sem stafaði af tígrisdýrum voru þau tilbeðin fyrir kraft og tígulega framgöngu. Eftir að Bretar létu að sér kveða í álfunni og hófu stórfelldar veiðar á tígrisdýrum fór þó að fjara undan virðingu innfæddra fyrir þessu mikla rándýri.

Ævintýramaðurinn Jim Corbett (1875-1955) felldi mörg mannætutígrisdýr á ferli sínum. Það fyrsta var hið svokallaða campawat-tígrisdýr sem talið var að hafi drepið og étið 436 manns. Í skrifum sínum sagði hann að maðurinn hafi verið í varnarstríði við tígrisdýr áður en öflugir rifflar komu fram og kannski má segja að á Indlandi hafi tígrisdýr verið fyrir ofan manninn í fæðukeðjunni þar sem þau átu menn en menn átu ekki tígrisdýr.



Corbett með champwat-mannætutígrisdýrið.

Dæmið lítur aðeins öðru vísi út í Kína. Þó að tígrisdýr hafi í einhverjum tilvikum drepið menn þar þá voru það yfirleitt menn sem drápu þau, en í Kína hefur alla tíð verið markaður fyrir afurðir þessara dýra sem kynörvandi lyf.

Um örlög tígrisdýrsins er það að segja að heildarstofn villtra tígrisdýra í heiminum er nú aðeins 5% af því sem hann var fyrir einni öld. Með áframhaldandi hnignun tígrisdýrastofnanna í Asíu má leiða að því líkur að eftir 10-20 ár verði öll villt tígrisdýr dauð.

Annað rándýr sem eflaust hefur herjað á menn var sverðkötturinn (Smilodon fatalis) en hann dó út undir lok síðustu ísaldar fyrir um 10 þúsund árum eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers vegna dó sverðkötturinn út? „Samskipti“ manna og sverðkatta eru ekki vel þekkt en gera má ráð fyrir að einhverjir menn hafi endað líf sítt í kjafti þessarar ógurlegu skepnu, þó ekki séu þekkt dæmi um slíkt.

Myndir:...