Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Gísli Már Gíslason



Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á útbreiðslu lífvera.

Í líflandafræðinni er jörðinni skipt upp í svæði eftir því hver samsetning tegunda dýra og plantna er. Holarktíska (samnorðurskauts) svæðið nær yfir allt norðurhvel jarðar. Yfirleitt er holarktíska svæðinu skipt upp í tvö svæði, nearktíska (nýnorðurskauts-) og palearktíska (fornnorðurskauts)svæðið. Nearktíska svæðið nær yfir Norður-Ameríku eða „nýja heiminn“ en palaearktíska svæðið vísar til gamla heimsins, það er að segja Evrópu og Asíu.

Ísland tilheyrir palearktíska svæðinu í líflandafræði, þar sem flestar plöntur og dýr komu hingað til lands frá því svæði eftir að ísöld lauk. Þetta tengist því að Ísland er talið til Evrópu. Nokkrar tegundir eru þó með austurmörk útbreiðslu sinnar á Íslandi (til dæmis gulstör, straumönd, húsönd og himbrimi) og eru þær þá með nearktíska útbreiðslu. Einstaka tegundir svo sem krækilyng, sum skordýr, (til dæmis randavára) og fuglar (til dæmis hávella) finnast allt í kringum Norðurpólinn.

Lesa má um líflandafræði á Britannica Online.

Á heimasíðunni Nearctica.com er einnig að finna fróðleik um líflandafræði og sérstaklega um nearktíska svæðið.



Mynd: HB

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

3.5.2002

Spyrjandi

Anna Óladóttir

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2355.

Gísli Már Gíslason. (2002, 3. maí). Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2355

Gísli Már Gíslason. „Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?


Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á útbreiðslu lífvera.

Í líflandafræðinni er jörðinni skipt upp í svæði eftir því hver samsetning tegunda dýra og plantna er. Holarktíska (samnorðurskauts) svæðið nær yfir allt norðurhvel jarðar. Yfirleitt er holarktíska svæðinu skipt upp í tvö svæði, nearktíska (nýnorðurskauts-) og palearktíska (fornnorðurskauts)svæðið. Nearktíska svæðið nær yfir Norður-Ameríku eða „nýja heiminn“ en palaearktíska svæðið vísar til gamla heimsins, það er að segja Evrópu og Asíu.

Ísland tilheyrir palearktíska svæðinu í líflandafræði, þar sem flestar plöntur og dýr komu hingað til lands frá því svæði eftir að ísöld lauk. Þetta tengist því að Ísland er talið til Evrópu. Nokkrar tegundir eru þó með austurmörk útbreiðslu sinnar á Íslandi (til dæmis gulstör, straumönd, húsönd og himbrimi) og eru þær þá með nearktíska útbreiðslu. Einstaka tegundir svo sem krækilyng, sum skordýr, (til dæmis randavára) og fuglar (til dæmis hávella) finnast allt í kringum Norðurpólinn.

Lesa má um líflandafræði á Britannica Online.

Á heimasíðunni Nearctica.com er einnig að finna fróðleik um líflandafræði og sérstaklega um nearktíska svæðið.



Mynd: HB...