Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1782 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?

Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmynd?

Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?

Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er strengjafræði?

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hið örugga tímabil kvenna til?

Spurningin í heild sinni hjóðar svona: Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr. Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar a...

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconJarðvísindi

Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?

Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...

category-iconFélagsvísindi

Þekkja íslenskir blaðamenn þjóðfélagið nógu vel til þess að geta tekið þátt í uppbyggilegri gagnrýni á stjórnarfar landsins?

Til að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að velta fyrir sér merkingu hennar: Hvers konar þekking og hve mikið af henni er nauðsynleg til að geta verið gagnrýninn? Hvers konar gagnrýni er uppbyggileg og hverjir stunda hana? Sérfræðingar eru ekki þeir sem best eru til að gagnrýna það sem þeir eru sérfr...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconFornfræði

Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?

Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?

Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrna...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?

Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...

category-iconLífvísindi: almennt

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn...

Fleiri niðurstöður