Ágætt er að hafa í huga að flestar hefðbundnar lækningaraðferðir nútímans voru einhverntíma óhefðbundnar aðferðir. Með tilraunum var sýnt fram á að þær virkuðu og voru öruggar, svo aðferðirnar voru teknar í almenna notkun. Hið sama gildir um allar óhefðbundnar lækningaraðferðir sem er stungið upp á í dag: ef þær virka og eru öruggar þá mæla læknar með þeim. Gott dæmi um þetta ferli er lyfið penisilín, sem Alexander Fleming uppgötvaði fyrir tilviljun árið 1928 þegar hann gleymdi að hreinsa myglusvepp af tilraunaglösunum sínum. Eftir að tilraunir sýndu að penisilín var gríðarlega áhrifaríkt sýklalyf, og aðferðir til að fjöldaframleiða lyfið fundust árið 1943, tóku læknar um allan heim það í almenna notkun. Í dag hefur penisilín bjargað ótrúlegum fjölda mannslífa og er, ásamt öðrum sýklalyfjum, einn hornsteinn hefðbundinna lækninga. Til samanburðar hafa smáskammtalækningar þekkst í rúm 200 ár og virkni þeirra hefur sætt miklum rannsóknum. Smáskammtalækningar teljast ekki til hefðbundinna læknavísinda og læknar mæla ekki með þeim. Tengt efni á Vísindavefnum:
- Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni? eftir nemendur í Háskóla unga fólksins.
- Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? eftir Sesselju Ómarsdóttur og Margréti Bessadóttur.
- Hvað er og hvernig verkar penisilín? eftir Berglindi Júlíusdóttur.
- Grein eftir Sigurð Guðmundsson, landlækni, um óhefðbundna meðferð.
- Smáskammtalækningar á ensku Wikipedia.
- Penisilín á ensku Wikipedia.
- Myndin af vatnsglasinu er af Pxhere og myndin af Alexander Fleming er af Wikipedia.