Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan merkir orðatiltækið allt kemur fyrir ekki?
Orðasambandið allt kemur fyrir ekki er notað í merkingunni 'eitthvað er árangurslaust', það er sama er hvað gert er, það kemur að engu gagni. Ekki er hér forn hvorugkynsmynd fornafnsins enginn en í stað þess er nú notuð myndin ekkert. Ekki beygðist til forna:nf.ekkiþf.ekki þgf.enguef.einkis/einskis ...
Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?
Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...
Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðatiltækið að kalla ekki allt ömmu sína merkir að ‘blöskra ekki allt, vera hvergi smeykur, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna’. Uppruninn er ekki fullljós en sennilega hefur einhver komist svo að orði í gamni og sambandið orðið fleygt. Þessi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tölvunotkun. Halldór H...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...
Hvort eru menn út eða úti um allt?
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...
Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtaki...
Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...
Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?
Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...
Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?
Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum. Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldök...
Hvaða stimi kemur fyrir í orðinu stimamjúkur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er vitað hvaðan orðið „stimamjúkur“ er dregið og hvað er „stimi“ í þessu orði? Orðið stimamjúkur merkir ‘kurteis, snúningslipur, liðugur, mjúkmáll’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:961). Hann taldi að upphafleg merking hefði tengst glímu og v...
Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?
Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...
Hvernig verður manni ekki um sel?
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...
Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég e...
Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?
Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...