Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að orðheppinn maður hafi sagt um annan sem gortaði af ætt sinni: hann kallar ekki allt ömmu sína. Orðatiltækið þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Gripið er til ömmunnar í fleiri orðatiltækjum eins og þar hitti skrattinn/skollinn ömmu sína í merkingunni ‘þar hittust tveir góðir’ eða amma þín hvað? notað í merkingunni ‘hvað áttu eiginlega við, hvaða vitleysa er í þér?’ Mynd: Copyblogger. Sótt 9. 7. 2009
Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að orðheppinn maður hafi sagt um annan sem gortaði af ætt sinni: hann kallar ekki allt ömmu sína. Orðatiltækið þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Gripið er til ömmunnar í fleiri orðatiltækjum eins og þar hitti skrattinn/skollinn ömmu sína í merkingunni ‘þar hittust tveir góðir’ eða amma þín hvað? notað í merkingunni ‘hvað áttu eiginlega við, hvaða vitleysa er í þér?’ Mynd: Copyblogger. Sótt 9. 7. 2009