Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðatiltækið að kalla ekki allt ömmu sína merkir að ‘blöskra ekki allt, vera hvergi smeykur, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna’. Uppruninn er ekki fullljós en sennilega hefur einhver komist svo að orði í gamni og sambandið orðið fleygt.
Þessi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tölvunotkun.
Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að orðheppinn maður hafi sagt um annan sem gortaði af ætt sinni: hann kallar ekki allt ömmu sína. Orðatiltækið þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar.
Gripið er til ömmunnar í fleiri orðatiltækjum eins og þar hitti skrattinn/skollinn ömmu sína í merkingunni ‘þar hittust tveir góðir’ eða amma þín hvað? notað í merkingunni ‘hvað áttu eiginlega við, hvaða vitleysa er í þér?’
Mynd:Copyblogger. Sótt 9. 7. 2009
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2009, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=12028.
Guðrún Kvaran. (2009, 13. júlí). Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12028
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2009. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12028>.