Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 41 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hvenær dó Beethoven?

Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið "slagari" komið?

Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconHeimspeki

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?

Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...

category-iconLæknisfræði

Hver var Karl Landsteiner?

Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað blóðflokkana, það er að hafa þróað ABO-blóðflokkakerfið árið 1901 og Rhesus-kerfið árið 1940 og gerði uppgötvun hans mönnum kleift að framkvæma blóðinngjafir á öruggari og árangursríkari hátt. Fyri...

category-iconVísindi almennt

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts?

Leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer var frumsýnt í Lundúnum 1979 og fimm árum síðar var gerð eftir því kvikmynd sem vakti mikla athygli og vann meðal annars til átta Óskarsverðlauna. Bæði leikritið og kvikmyndin byggja að mörgu leyti á ævi tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Shaffer tekur sér þó einnig...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...

category-iconJarðvísindi

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?

Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu seguls...

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?

Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“. Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhve...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

Fleiri niðurstöður