Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?

Árni Heimir Ingólfsson

Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“.

Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhvern hátt sambærileg listsköpun í Grikklandi og Rómaveldi til forna. Sú er þó ekki raunin í tónlistinni. Fremur er þar átt við list sem einkennist af fegurð og jafnvægi, fullkomnum samruna inntaks og forms. Áhrifa slíkra verka gætir löngu eftir að þau verða til, þau eru „sígild“ og fyrirmynd komandi kynslóða. Að þessu leyti er „klassíski stíllinn“ á vissan hátt réttnefni yfir tónsköpun á síðari hluta 18. aldar.

Franz Joseph Haydn (1732-1809).

Þó getur hugtakið einnig valdi ruglingi, ekki síst vegna þess að „klassísk tónlist“ er nú á tímum notað sem samheiti yfir sígilda tónlist, allt frá miðöldum til okkar daga. Samtímamönnum Haydns eða Mozarts hefði heldur aldrei til hugar komið að kalla þá „klassísk“ tónskáld, þeir voru þvert á móti frumlegir samtímahöfundar sem ekki fóru ávallt troðnar slóðir.

Það voru þýskir tónspekingar á 19. öld sem fyrstir notuðu hugtökin „klassískur stíll“ og „Vínarklassík“ um tónlist nýliðinnar aldar. Þessir fræðimenn voru íhaldssamir og þóttust greina varhugaverða strauma í tónlist samtíma síns. Því var þeim mikilvægt að geta bent á hinar „réttu“ fyrirmyndir: tónlist Haydns, Mozarts og Beethovens.

Nú er hugtakið „klassískur stíll“ löngu laus undan slíkri togstreitu gamallar og nýrrar sköpunar. Því er vel hægt að nota það – með varfærni þó – um þann tónlistarstíl sem tók að þróast á Ítalíu um 1720-30 og blómstraði í Vínarborg, París og Lundúnum á síðustu áratugum aldarinnar.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

9.2.2018

Spyrjandi

Ástrós Erla Pálsdóttir

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71879.

Árni Heimir Ingólfsson. (2018, 9. febrúar). Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71879

Árni Heimir Ingólfsson. „Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71879>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?
Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“.

Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhvern hátt sambærileg listsköpun í Grikklandi og Rómaveldi til forna. Sú er þó ekki raunin í tónlistinni. Fremur er þar átt við list sem einkennist af fegurð og jafnvægi, fullkomnum samruna inntaks og forms. Áhrifa slíkra verka gætir löngu eftir að þau verða til, þau eru „sígild“ og fyrirmynd komandi kynslóða. Að þessu leyti er „klassíski stíllinn“ á vissan hátt réttnefni yfir tónsköpun á síðari hluta 18. aldar.

Franz Joseph Haydn (1732-1809).

Þó getur hugtakið einnig valdi ruglingi, ekki síst vegna þess að „klassísk tónlist“ er nú á tímum notað sem samheiti yfir sígilda tónlist, allt frá miðöldum til okkar daga. Samtímamönnum Haydns eða Mozarts hefði heldur aldrei til hugar komið að kalla þá „klassísk“ tónskáld, þeir voru þvert á móti frumlegir samtímahöfundar sem ekki fóru ávallt troðnar slóðir.

Það voru þýskir tónspekingar á 19. öld sem fyrstir notuðu hugtökin „klassískur stíll“ og „Vínarklassík“ um tónlist nýliðinnar aldar. Þessir fræðimenn voru íhaldssamir og þóttust greina varhugaverða strauma í tónlist samtíma síns. Því var þeim mikilvægt að geta bent á hinar „réttu“ fyrirmyndir: tónlist Haydns, Mozarts og Beethovens.

Nú er hugtakið „klassískur stíll“ löngu laus undan slíkri togstreitu gamallar og nýrrar sköpunar. Því er vel hægt að nota það – með varfærni þó – um þann tónlistarstíl sem tók að þróast á Ítalíu um 1720-30 og blómstraði í Vínarborg, París og Lundúnum á síðustu áratugum aldarinnar.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...