Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 221 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?

Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“. Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhve...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu mörg tónverk samdi Mozart?

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27. janúar 1756 í Salzburg, Austurríki – nákvæmlega 250 árum áður en þetta er skrifað. Mozart er talinn eitt merkasta tónskáld allra tíma og tónverk hans eru orðin að nokkurs konar erkidæmum um klassíska tónlist. Snillingurinn W. A. Mozart (1756-1791) var ótrúlega afkastamikið og...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?

Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?

Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts?

Leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer var frumsýnt í Lundúnum 1979 og fimm árum síðar var gerð eftir því kvikmynd sem vakti mikla athygli og vann meðal annars til átta Óskarsverðlauna. Bæði leikritið og kvikmyndin byggja að mörgu leyti á ævi tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Shaffer tekur sér þó einnig...

category-iconSálfræði

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?

Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...

category-iconBókmenntir og listir

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins? Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tón...

category-iconBókmenntir og listir

Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?

Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...

category-iconSálfræði

Verður maður gáfaður við að hlusta á Mozart, Bach og Beethoven? - Myndband

Almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en að tónlistarnám og tónlistariðkun geti valdið varanlegum breytingum á heilanum og þar með vitsmunum. Hægt er að lesa meira um klassíska tónlist og áhrif hennar á þroska og líðan í svari Helgu R...

category-iconHeimspeki

Hvað er tónlist?

Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað aðgreinir tónlist frá hávaða?

Sennilega hefðu Evrópubúar 19. aldar átt mun auðveldara með að svara þessari spurningu heldur en ég árið 2004. Nútímamenn eru örugglega ekki sammála um svarið og má búast við að margir myndu svara spurningunni allt öðruvísi en ég. Árið 1850 hefði svarið væntanlega hljóðað eitthvað á þá leið að tónlist væri annaðhv...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?

Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconHugvísindi

Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?

Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...

Fleiri niðurstöður