Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2146 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?

Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á land...

category-iconLæknisfræði

Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað eru augnhárin lengi að vaxa? Við missum öll stök augnhár annað slagið. Yfirleitt vaxa þau aftur á 4-8 vikum. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða augnhárin þynnri en það er eðlilegt. Margar ástæður geta verið fyrir óeðlilegum augnháramissi. Þar með talið eru margs k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...

category-iconSálfræði

Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?

Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?

Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?

Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...

category-iconMannfræði

Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig les geislaspilari af geisladisk?

Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir gíraffa?

Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa. Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanve...

category-iconHagfræði

Hvað eru 296 dollarar margar krónur?

Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi? Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). ...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?

Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?

Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér fyrir neðan inniheldur nokkrar upplýsingar um þær og einnig um dvergreikistjörnuna (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. massi (kg)þvermál (km)eðlismassi (kg/L) Merkúríus3,302∙10234.879 km5...

Fleiri niðurstöður