Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi?Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). Sumar tegundir af köngulóm geta þó svifið með því að móta eins konar fallhlíf (e. balloning) úr vefnum sem þær spinna. Í þessum fallhlífum geta þær borist ótrúlegar vegalengdir með loftstraumum og náð mikilli hæð eða allt að 1000 metrum. Að minnsta kosti eitt dæmi er þekkt þar sem könguló virðist hafa farið 4 km upp í loftið. Hún fannst í rannsóknarloftbelg sem var notaður til að safna loftsýnum í mikilli hæð.

Sumar tegundir af köngulóm geta svifið með því að móta eins konar fallhlíf úr vefnum sem þær spinna. Tegundin sem sést á þessari mynd er ein þeirra. Hún nefnist Stegodyphus dumicola.
- Colonial Spiders Stegodyphus dumicola | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 3.03.2014). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-NC-SA 2.0.