En svo má líka velta því fyrir sér hvort "mannætur" hafi litið á "mannátið" sömu augum og við. Umfjöllun um mannát gengur út frá því kerfi sem við Vesturlandabúar þekkjum best, það er að mannkyn sé ein dýrategund. Ekki er víst að allir ættbálkar hafi haft nákvæmlega sömu hugmyndir um mannkynið og við. Mannfræðingar flokka "mannát" niður í nokkra flokka:
- að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism)
- að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism)
- stríðsmannát, þegar fallnir óvinastríðsmenn eru étnir (e. warfare cannibalism)
- útfara- eða sorgarmannát, að éta látna ættingja eða tengdarfólk (e. funeral cannibalism)
- Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær? eftir Arnar Árnason
- Af hverju stundaði Ídí Amín mannát? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum? eftir Valgerði Johnsen
- Hversu margar mannætur eru til í heiminum? eftir MBS
- Er bannað að borða sitt eigið hold? eftir Árna Helgason
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.