Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 423 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...
Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað?
Urður Njarðvík er dósent í klínískri barnasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru hegðunarvandi barna og taugaþroskaraskanir. Í rannsóknum sínum hefur Urður skoðað þróun einkenna ADHD og einhverfu eftir aldri, sem og algengi og þróun algengustu fylgikvilla ADHD, svo se...
Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?
Blóðmyndandi stofnfrumur eru forverar allra blóðfrumna, það er rauðkorna, hvítkorna og blóðflaga. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg fullorðinna en finnast einnig í mjög litlu magni í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið notaðar til lækninga í rúmlega þrjá áratugi til að endurmynda blóðfrumukerfi einstaklinga m...
Eru einhverjar líkur á því að lóan komi með fuglaflensuna til Íslands?
Talið er að allar fuglategundir geti borið fuglaflensuveiruna í sér, einnig lóur. Enn er þó ekki vitað til þess að fuglaflensuveira hafi greinst í lóum. Þess vegna er ólíklegt að lóan verði fyrst til þess að bera veikina til Íslands. Það mun að minnsta kosti ekki gerast í ár, því lóurnar eru allar komnar til lands...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?
Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú...
Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?
Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...
Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?
Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...
Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?
Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...
Hvað er fullkomnun? - Myndband
Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...
Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hve mörgum sinnum er Grænland stærra en Ísland? Á landakortum virðist Grænland oft vera mjög stórt, jafnvel stærra en Ástalía sem þó er talin heimsálfa á meðan Grænland er eyja. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að flatarmál Grænland er „aðeins“ 2.166.086 km2 sem er um 0,...
Af hverju eru bakteríur í heiminum?
Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...
Hvenær fer lóan á haustin?
Aðalfartími heiðlóunnar (Pluvialis apricaria) er frá septemberlokum til byrjun nóvember. Því er ekki óeðlilegt að sjá lóur á Íslandi fram í nóvember. Það er einnig vel þekkt að heiðlóur hafi hér vetrardvöl. Til dæmis voru nokkrar lóur sem dvöldu á Seltjarnarnesi veturinn 2008 til 2009. Það er ekki ólíklegt sökum h...
Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?
Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu. Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veit...