Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?

Sigurður Steinþórsson

Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum París, taldi til dæmis mismunandi steingervingafánur í þessum myndunum vera til marks um að Guð hefði gert margar misheppnaðar tilraunir í sköpunarverkinu en eytt þeim síðan, og væri Nóaflóðið hið síðasta slíkra tortíminga.

Ýmsar jarðmyndanir frá ísöld og ísaldarlokum töldu menn vera frá Nóaflóðinu, til dæmis „Rullestenen“ í Danmörku, en margt af þessu skýrðist þegar menn áttuðu sig á því að jöklar þöktu fyrrum stóran hluta Norðurhvels. Enda urðu við ísaldarlokin ógurlegustu hamfarir sem orðið hafa síðustu 10-12.000 árin, því jöklarnir bráðnuðu afar skyndilega og ollu hækkun sjávar og miklum flóðum víða um lönd.

Meðal Biblíuföstustu manna eru sennilega Vottar Jehóva sem telja að sérhvert orð Gamla testamentisins sé bókstaflega satt, og að öll hin gyðinglega kenning sé fallin ef tekst að sýna fram á að eitt orð í þeirri bók sé skakkt. Einn þeirra lýsti í mín eyru þeirri tilgátu um Nóaflóðið að verulegur hluti sjávar hefði gufað upp af einhverjum ástæðum og rignt síðan niður með frægum afleiðingum.

Nýjasta kenningin um Nóaflóðið tengist hins vegar ísaldarlokunum. Í tímaritinu National Geographic (1999) lýstu amerísku jarðfræðingarnir Ryan og Pitman þeirri hugmynd að Svartahaf hafi fyrrum verið landlukt, víðfeðm dæld með fersku stöðuvatni í botni, umkringdu frjósömum akurlendum. Hækkun sjávar af völdum bráðnunar jöklanna olli því loks fyrir 7000 árum að Miðjarðarhafið braust inn í dældina, drekkti þeim sem þar voru og myndaði Svartahaf. Síðan hafa þeir leitað merkja um forn mannvirki á botni Svartahafs og að sögn orðið nokkuð ágengt.



Getur verið að Nóaflóðið sem sagt er frá í Gamla testamentinu hafi í raun verið mikið flóð í Svartahafi?

Aðrar hamfarir á Biblíuslóðum urðu fyrir um 3500 árum — of seint fyrir Nóaflóðið — þegar eyjan Þíra (Santoríni) sprakk í ógurlegu eldgosi og sendi flóðbylgju um innanvert Miðjarðarhaf. Í þeim atburðum er talið að menning Mínóa á Krít (og Santoríni) hafi þurrkast út. Aðrir gera því skóna að þeir atburðir geti skýrt ferð Mósesar yfir Rauðahaf og drukknun egypskra hermanna sem eltu hann. Kunnur grillufangari, Velikovský, skýrði þann atburð (klofnun Rauðahafs) hins vegar þannig að halastjarna hefði opnað Rauðahaf með hala sínum.

Varðandi síðara hluta spurningarinnar — hvort Nóaflóðið geti endurtekið sig — er því til að svara, að hafi það flóð átt sér stað, þá hefur það verið tiltölulega staðbundið og tengt veröld þeirra sem skráðu Gamla testamentið. Fari svo fram sem horfir um hlýnun andrúmslofsins og bráðnun jökla, mun sjávarborð hækka, mörg fjölbyggð strandsvæði fara í kaf og veðurfar breytast um heim allan, sennilega miklu ógurlegri hamfarir en þær sem Nóaflóðið í rauninni olli.

Í nýútkominni bók, The Vanishing Face of Gaia. A Final Warning (2009), lýsir höfundurinn James Lovelock því að stríðið sé tapað, hlýnunin verði ekki stöðvuð og mannkynsins bíði ekki annað en flýja til þeirra fáu staða sem verði lífvænlegir (þar með talið Íslands). Mannkyni muni fækka svo mjög að telja megi í milljónum en ekki milljörðum — sem að vísu er fleira fólk en Nói og ferðafélagar hans á Örkinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Getur Nóaflóðið orðið aftur? Var bara að spá í það þar sem það er næstum stórfljöt úti á götu núna.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

21.8.2009

Síðast uppfært

17.5.2024

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53332.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 21. ágúst). Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53332

Sigurður Steinþórsson. „Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53332>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum París, taldi til dæmis mismunandi steingervingafánur í þessum myndunum vera til marks um að Guð hefði gert margar misheppnaðar tilraunir í sköpunarverkinu en eytt þeim síðan, og væri Nóaflóðið hið síðasta slíkra tortíminga.

Ýmsar jarðmyndanir frá ísöld og ísaldarlokum töldu menn vera frá Nóaflóðinu, til dæmis „Rullestenen“ í Danmörku, en margt af þessu skýrðist þegar menn áttuðu sig á því að jöklar þöktu fyrrum stóran hluta Norðurhvels. Enda urðu við ísaldarlokin ógurlegustu hamfarir sem orðið hafa síðustu 10-12.000 árin, því jöklarnir bráðnuðu afar skyndilega og ollu hækkun sjávar og miklum flóðum víða um lönd.

Meðal Biblíuföstustu manna eru sennilega Vottar Jehóva sem telja að sérhvert orð Gamla testamentisins sé bókstaflega satt, og að öll hin gyðinglega kenning sé fallin ef tekst að sýna fram á að eitt orð í þeirri bók sé skakkt. Einn þeirra lýsti í mín eyru þeirri tilgátu um Nóaflóðið að verulegur hluti sjávar hefði gufað upp af einhverjum ástæðum og rignt síðan niður með frægum afleiðingum.

Nýjasta kenningin um Nóaflóðið tengist hins vegar ísaldarlokunum. Í tímaritinu National Geographic (1999) lýstu amerísku jarðfræðingarnir Ryan og Pitman þeirri hugmynd að Svartahaf hafi fyrrum verið landlukt, víðfeðm dæld með fersku stöðuvatni í botni, umkringdu frjósömum akurlendum. Hækkun sjávar af völdum bráðnunar jöklanna olli því loks fyrir 7000 árum að Miðjarðarhafið braust inn í dældina, drekkti þeim sem þar voru og myndaði Svartahaf. Síðan hafa þeir leitað merkja um forn mannvirki á botni Svartahafs og að sögn orðið nokkuð ágengt.



Getur verið að Nóaflóðið sem sagt er frá í Gamla testamentinu hafi í raun verið mikið flóð í Svartahafi?

Aðrar hamfarir á Biblíuslóðum urðu fyrir um 3500 árum — of seint fyrir Nóaflóðið — þegar eyjan Þíra (Santoríni) sprakk í ógurlegu eldgosi og sendi flóðbylgju um innanvert Miðjarðarhaf. Í þeim atburðum er talið að menning Mínóa á Krít (og Santoríni) hafi þurrkast út. Aðrir gera því skóna að þeir atburðir geti skýrt ferð Mósesar yfir Rauðahaf og drukknun egypskra hermanna sem eltu hann. Kunnur grillufangari, Velikovský, skýrði þann atburð (klofnun Rauðahafs) hins vegar þannig að halastjarna hefði opnað Rauðahaf með hala sínum.

Varðandi síðara hluta spurningarinnar — hvort Nóaflóðið geti endurtekið sig — er því til að svara, að hafi það flóð átt sér stað, þá hefur það verið tiltölulega staðbundið og tengt veröld þeirra sem skráðu Gamla testamentið. Fari svo fram sem horfir um hlýnun andrúmslofsins og bráðnun jökla, mun sjávarborð hækka, mörg fjölbyggð strandsvæði fara í kaf og veðurfar breytast um heim allan, sennilega miklu ógurlegri hamfarir en þær sem Nóaflóðið í rauninni olli.

Í nýútkominni bók, The Vanishing Face of Gaia. A Final Warning (2009), lýsir höfundurinn James Lovelock því að stríðið sé tapað, hlýnunin verði ekki stöðvuð og mannkynsins bíði ekki annað en flýja til þeirra fáu staða sem verði lífvænlegir (þar með talið Íslands). Mannkyni muni fækka svo mjög að telja megi í milljónum en ekki milljörðum — sem að vísu er fleira fólk en Nói og ferðafélagar hans á Örkinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Getur Nóaflóðið orðið aftur? Var bara að spá í það þar sem það er næstum stórfljöt úti á götu núna....