Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 745 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um uppvakninga?

Í þjóðtrú ýmissa landa og í kvikmyndum og skáldsögum finnast verur sem við köllum yfirleitt uppvakninga á íslensku. Mörg þessara furðuvera eiga lítið annað sameiginlegt en að erlend heiti þeirra eru þýdd með sama orðinu á íslensku; til dæmis eru norrænu draugarnir sem vinna verk fyrir illa galdramenn ekki sömu fyr...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconStærðfræði

Hvað er evklíðsk rúmfræði?

Mannfólkið hefur haft þörf fyrir stærðfræði frá því fyrstu skipulögðu samfélögin tóku að myndast. Hve miklar eignir á einstaklingur? Hversu mikinn skatt á hann að greiða? Slíkar spurningar fela í sér reikning. Hversu stór er landareign? Hvernig skal skipuleggja gatnakerfi borgar? Hvernig skal hanna byggingu? En ...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

category-iconSálfræði

Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?

Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

Fleiri niðurstöður