Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 624 svör fundust
Kúka hvalir?
Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...
Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...
Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...
Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?
Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Húsamaur (Hypoponera punctatissima) er ættaður frá svæðum sunn...
Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?
Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Hvað getið þið sagt mér um mólendi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...
Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?
Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...
Eru rafrettur hættulegar?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?
Lyfið sem hér um ræðir heitir ivermectin og er flókið sýkingarlyf með margþætta gagnsemi. Það var uppgötvað 1975 og er notað um heim allan gegn margvíslegum ormasýkingum en einnig gegn öðrum sníkjudýrum á borð við kláðamaur. Notkunin einskorðast ekki við menn heldur er lyfið einnig gefið öðrum dýrum, til að mynda ...