Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 529 svör fundust
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?
Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?
Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað. Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum...
Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvað gerði Mao Zedong gott fyrir þjóð sína?
Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona: Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð? Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...
Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?
Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...
Hvenær var víkingaöld?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...
Hverjir voru Aríar og hvaðan komu þeir?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað getið þið sagt mér um Aría, sér í lagi í tengslum við Hitler? Þegar talað er um aría er mikilvægt að gera greinarmun á upprunalegri merkingu orðsins, heiti á indó-evrópskum þjóðflokkum á forsögulegum tíma og í fornöld, og þeirri merkingu sem notuð hefur verið a...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?
Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...
Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?
Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...