Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída.

Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvenær eða hversu lengi Djoser ríkti, en líklegt þykir að það hafi verið í kringum 2650 fyrir f.Kr. Jafnframt er talið að síðasti píramídinn sem reistur var fyrir egypskan faraó hafi verið gerður í valdatíð Ahmose I. sem ríkti um miðja 16. öld f.Kr.

Silfurmynt með mynd af Kleópötru á annarri hlið og Markúsi Antoníusi á hinni hliðinni.

Kleópatra fæddist árið 69 f.Kr. og tók við völdum að föður sínum látnum árið 51 f.Kr. Reyndar gat kona gat ekki stýrt ríkinu samkvæmt egypskum lögum nema annað hvort með bróður sínum eða syni. Kleópatra deildi því hásætinu, fyrst með bróður sínum Ptólemaíosi XIII., síðar með Ptólemaíosi XIV. sem einnig var bróðir hennar og loks með syni sínum Ptólemaíosi XV. sem kallaður var Caesarion. Langri atburðarás (sem til dæmis má lesa um í svari við spurningunni Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?) þar sem við sögu koma Rómverjarnir Júlíus Sesar (faðir Caesarions) og síðar Markús Antoníus, báðir ástmenn Kleópötru, lauk með því að Kleópatra svipti sig lífi árið 30 f.Kr. og Egyptaland komst undir stjórn Rómaveldis. Yfirleitt er því litið svo á að hún hafi verið síðasti egypski faraóinn þrátt fyrir að Caesarion sonur hennar hafi lifað hana, en hann náði hvorki að ríkja lengi né setja mark sitt á söguna, þar sem Rómverjar tóku hann af lífi fljótlega eftir fráfall móður hans.

Kleópatra var sem sagt uppi rúmum 1500 árum eftir að hætt var að reisa píramída sem grafhýsi eða minnisvarða um faraóa og því nokkuð ljós að hinsta hvíla hennar var ekki í slíku mannvirki. Lengi hefur verið leitað að gröf hennar og Markúsar Antoníusar sem talinn er grafinn henni við hlið, en enginn veit hvar hún. Um þetta er einnig fjallað í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún? Þar segir meðal annars:
Leitin að grafhýsi hennar [Kleópötru] hefur orðið uppspretta ævintýra af ýmsum toga, fornleifaspennusagna í anda Indiana Jones, kvikmynda í sama dúr og tölvuleikja, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í ævintýrunum er grafhýsið talið geyma fjársjóði mikla og að þar megi finna hluti með yfirnáttúrulega eiginleika. Sumir höfundar víla jafnvel ekki fyrir sér að segja Kleópötru vera í fullu fjöri þar innan veggja.

Um margra ára skeið hafa fornleifafræðingar leitað grafarinnar í hofi sem kennt er við guðinn Ósíris (Taposiris Magna) í nágrenni borgarinnar Alexandríu. Við uppgröft þar hafa meðal annars fundist ýmsir munir, til dæmis mynt með nafni og ásjónu Kleópötru, leirmunir, styttur og einnig tvær múmíur sem taldar eru af hátt settu fólki. Árið 2022 bárust fréttir af því að fundist hefðu um 1,5 km löng göng undir hofinu sem getgátur eru um að liggi að gröfinni sem leitað er að. Hins vegar er mikill vinna eftir við að kanna göngin en hluti þeirra er undir sjó, mögulega eftir jarðhræringar. Leitin að hinsta hvílustað Kleópötru mun því halda áfram enn um sinn.

Norðurveggur hofsins Taposiris Magna utan við Alexandríu. Fornleifafræðingar hafa fundið göng undir hofinu sem sumir telja að geti mögulega legið að hinstu hvílu Kleópötru drottningar.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver var síðasti faraó Egyptalands og var Kleópatra faraó?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.7.2023

Spyrjandi

Bjarki Þór Ársælsson, Þórhildur Björg Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79618.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2023, 10. júlí). Í hvaða píramída er Kleópatra grafin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79618

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79618>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída.

Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvenær eða hversu lengi Djoser ríkti, en líklegt þykir að það hafi verið í kringum 2650 fyrir f.Kr. Jafnframt er talið að síðasti píramídinn sem reistur var fyrir egypskan faraó hafi verið gerður í valdatíð Ahmose I. sem ríkti um miðja 16. öld f.Kr.

Silfurmynt með mynd af Kleópötru á annarri hlið og Markúsi Antoníusi á hinni hliðinni.

Kleópatra fæddist árið 69 f.Kr. og tók við völdum að föður sínum látnum árið 51 f.Kr. Reyndar gat kona gat ekki stýrt ríkinu samkvæmt egypskum lögum nema annað hvort með bróður sínum eða syni. Kleópatra deildi því hásætinu, fyrst með bróður sínum Ptólemaíosi XIII., síðar með Ptólemaíosi XIV. sem einnig var bróðir hennar og loks með syni sínum Ptólemaíosi XV. sem kallaður var Caesarion. Langri atburðarás (sem til dæmis má lesa um í svari við spurningunni Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?) þar sem við sögu koma Rómverjarnir Júlíus Sesar (faðir Caesarions) og síðar Markús Antoníus, báðir ástmenn Kleópötru, lauk með því að Kleópatra svipti sig lífi árið 30 f.Kr. og Egyptaland komst undir stjórn Rómaveldis. Yfirleitt er því litið svo á að hún hafi verið síðasti egypski faraóinn þrátt fyrir að Caesarion sonur hennar hafi lifað hana, en hann náði hvorki að ríkja lengi né setja mark sitt á söguna, þar sem Rómverjar tóku hann af lífi fljótlega eftir fráfall móður hans.

Kleópatra var sem sagt uppi rúmum 1500 árum eftir að hætt var að reisa píramída sem grafhýsi eða minnisvarða um faraóa og því nokkuð ljós að hinsta hvíla hennar var ekki í slíku mannvirki. Lengi hefur verið leitað að gröf hennar og Markúsar Antoníusar sem talinn er grafinn henni við hlið, en enginn veit hvar hún. Um þetta er einnig fjallað í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún? Þar segir meðal annars:
Leitin að grafhýsi hennar [Kleópötru] hefur orðið uppspretta ævintýra af ýmsum toga, fornleifaspennusagna í anda Indiana Jones, kvikmynda í sama dúr og tölvuleikja, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í ævintýrunum er grafhýsið talið geyma fjársjóði mikla og að þar megi finna hluti með yfirnáttúrulega eiginleika. Sumir höfundar víla jafnvel ekki fyrir sér að segja Kleópötru vera í fullu fjöri þar innan veggja.

Um margra ára skeið hafa fornleifafræðingar leitað grafarinnar í hofi sem kennt er við guðinn Ósíris (Taposiris Magna) í nágrenni borgarinnar Alexandríu. Við uppgröft þar hafa meðal annars fundist ýmsir munir, til dæmis mynt með nafni og ásjónu Kleópötru, leirmunir, styttur og einnig tvær múmíur sem taldar eru af hátt settu fólki. Árið 2022 bárust fréttir af því að fundist hefðu um 1,5 km löng göng undir hofinu sem getgátur eru um að liggi að gröfinni sem leitað er að. Hins vegar er mikill vinna eftir við að kanna göngin en hluti þeirra er undir sjó, mögulega eftir jarðhræringar. Leitin að hinsta hvílustað Kleópötru mun því halda áfram enn um sinn.

Norðurveggur hofsins Taposiris Magna utan við Alexandríu. Fornleifafræðingar hafa fundið göng undir hofinu sem sumir telja að geti mögulega legið að hinstu hvílu Kleópötru drottningar.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver var síðasti faraó Egyptalands og var Kleópatra faraó?
...