Leitin að grafhýsi hennar [Kleópötru] hefur orðið uppspretta ævintýra af ýmsum toga, fornleifaspennusagna í anda Indiana Jones, kvikmynda í sama dúr og tölvuleikja, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í ævintýrunum er grafhýsið talið geyma fjársjóði mikla og að þar megi finna hluti með yfirnáttúrulega eiginleika. Sumir höfundar víla jafnvel ekki fyrir sér að segja Kleópötru vera í fullu fjöri þar innan veggja.Um margra ára skeið hafa fornleifafræðingar leitað grafarinnar í hofi sem kennt er við guðinn Ósíris (Taposiris Magna) í nágrenni borgarinnar Alexandríu. Við uppgröft þar hafa meðal annars fundist ýmsir munir, til dæmis mynt með nafni og ásjónu Kleópötru, leirmunir, styttur og einnig tvær múmíur sem taldar eru af hátt settu fólki. Árið 2022 bárust fréttir af því að fundist hefðu um 1,5 km löng göng undir hofinu sem getgátur eru um að liggi að gröfinni sem leitað er að. Hins vegar er mikill vinna eftir við að kanna göngin en hluti þeirra er undir sjó, mögulega eftir jarðhræringar. Leitin að hinsta hvílustað Kleópötru mun því halda áfram enn um sinn.
- Jone Johnson Lewis. (2019, 21. júlí). Biography of Cleopatra, Last Pharaoh of Egypt. ThoughtCo. (Sótt 4.5.2023).
- Joshua J. Mark. (2016, 12. febrúar). Djoser. World History Encyclopedia. (Sótt 4.5.2023).
- Juan Pablo Sánchez. (2020, 19. október). Egypt's last pharaoh was the 'love child' of Caesar and Cleopatra. Nationa Geopraphic Society. (Sótt 4.5.2023).
- Margaret Davis. (2022, 10. nóvebeber). Cleopatra's Tomb Found? 4,800 Feet Tunnel of Rock May Lead to Remains of Egypt's Last Pharaoh and Lover Mark Antony. The Science Time. (Sótt 4.5.2023).
- Owen Jarus. (2021, 16. nóvember). Why did ancient Egyptian pharaohs stop building pyramids? Live Science. (Sótt 4.5.2023).
- Sarah Kuta. (2022, 9. nóvember). Archaeologists Discover 4,300-Foot-Long Tunnel Under Ancient Egyptian Temple. Smithsonian Magazine. (Sótt 4.5.2023).
- Stracy Liberatore. (2022, 9. nóvember 2022). Has Cleopatra's tomb been FOUND? Tunnel carved in rock deemed a 'geometric miracle' is discovered 43 feet below an ancient temple that may lead to the long-lost burial site of Egypt's last pharaoh and her lover Mark Antony. Mail Online. (Sótt 4.5.2023).
- Mynd af mynt: Silver Tetradrachm Portraying Antony and Cleopatra. World History Encyclopedia. Höfundur myndar Sailko. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported (CC BY-SA 3.0) leyfi. (Sótt 5.5.2023).
- Mynd af hofi: North View of Taposiris Magna Osiris Temple.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Koantao. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported (CC BY-SA 3.0) leyfi. (Sótt 5.5.2023).
Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver var síðasti faraó Egyptalands og var Kleópatra faraó?