Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 423 svör fundust
Hvað var Pelópsskagastríðið?
Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...
Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?
Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?
Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...
Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?
Spyrjandi bætir líka við:Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)Hvað er ...
Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...
Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?
Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...
Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...
Eru líkur á að íslenskan deyi út eins og sum önnur tungumál?
Vissulega hafa mörg tungumál dáið út í heiminum og mörg eru í hættu. Það er ekkert nýtt fyrirbæri. Hetítar voru til dæmis voldug indóevrópsk þjóð sem bjó í Litlu-Asíu um það bil 2400 til 1200 f.Kr. Mál þeirra er elsta mál sem heimildir eru um af indóevrópsku málaættinni en íslenska telst einnig til hennar. Sagnir ...
Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...
Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra?
Moskítóflugur eru skordýr sem tilheyra ættinni Culicidae. Um 2.700 mismunandi tegundir moskítóflugna eru þekktar og þær finnast um nær allan heim. Moskítóflugur lifa hins vegar ekki á Íslandi þrátt fyrir að þrífast bæði á Grænlandi og á Norðurlöndunum. Þær eru álitnar mikil meindýr þar sem þær finnast en þær bíta ...
Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?
Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...
Getið þið sagt mér eitthvað um uppvakninga?
Í þjóðtrú ýmissa landa og í kvikmyndum og skáldsögum finnast verur sem við köllum yfirleitt uppvakninga á íslensku. Mörg þessara furðuvera eiga lítið annað sameiginlegt en að erlend heiti þeirra eru þýdd með sama orðinu á íslensku; til dæmis eru norrænu draugarnir sem vinna verk fyrir illa galdramenn ekki sömu fyr...
Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?
Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar lí...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...