Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?

Jón Már Halldórsson

Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla gat staðist árásir þessa stórbrotnasta rándýrs sem gengið hefur um jörðina.


Höfuð og skoltur grameðlu.

En var grameðlan í raun og veru þessi mikli afræningi eða var hún aðeins hrææta? Fjölmargir steingervingafræðingar, hafa fært fyrir því ýmis rök að grameðlan hafi ekki verið sérstaklega góður afræningi. Miðað við áætlaða stærð augna hennar hafði hún sennilega slaka sjón. Framlappir grameðlunnar voru afar rýrar og hún gat ekki hlaupið hratt vegna líkamsstærðar. Hins vegar bendir allt til þess að þefskynið hafi verið mjög gott, auk þess sem stórvaxnar lappirnar hafa gert henni kleift að ferðast langar leiðir í leit af hræjum.

Aðrir fræðimenn, til að mynda vísindamaðurinn Kenneth Carpenter, draga í efa að grameðlan hafi eingöngu verið hrææta. Ýtarlegar rannsóknir á nýfundnum steingervingi af plöntuætunni Hadrosaurus eða hlasseðlu, hafa til að mynda leitt í ljós tannaför á rófu hennar. Ummerkin benda til þess að grameðla hafi átt í hlut. Ekki fundust önnur ummerki á hlasseðlunni þannig að grameðlunni hefur ekki heppnast að drepa hana. En þetta þykir góð vísbending um að grameðlur hafi stundað veiðar á stórum eðlum.

Kenneth Carpenter telur einnig að þótt augu grameðlunnar hafi verið smá, þýði það ekki endilega að sjónin hafi verið slæm. Fjölmargir fuglar hafa góða sjón þrátt fyrir smá augu. Einnig er ekki víst að rýrar framlappir hafi verið hindrun við veiðar. Hákarlar og slöngur hafa enga framlimi en eru þó dugleg veiðidýr. Þótt grameðlan hafi ekki farið hratt yfir, þá voru aðrar risaeðlur enn hæggengari og þess vegna ekki nauðsynlegt fyrir grameðluna að hlaupa hratt.


Beinagrind nashyrningseðlu

En hvaða eðlur er þá líklegt að grameðlan hafi veitt? Vísindamenn hafa fundið 66 milljón ára gamlan steingerðan saur (coprolita) sem þeir telja að sé úr grameðlu. Í þessum forna saur sem er um 44 cm langur og 13 cm breiður, er aragrúi beinflísa, meðal annars flísar úr höfuðskildi nashyrningseðlu (Triceratops).

Fornsaurinn gefur afar mikilvægar upplýsingar um fæðuval þessa löngu útdauða dýrs. Fullvaxin nashyrningseðla var allt að níu metra löng og um 6-12 tonn á þyng. Samkvæmt bestu þekkingu vísindamanna var hún kjörfæða grameðlunnar. Vígaleg horn nashyrningseðlunnar og höfuðskjöldurinn gegndu því hlutverki að verja hana gegn biti á hnakkann. Sennilega var höfuðskjöldurinn og hornin aðlögun gegn afráni grameðlu og annarra risaeðlna sem veiddu hana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.4.2009

Spyrjandi

Sóldís Finnbogadóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52109.

Jón Már Halldórsson. (2009, 3. apríl). Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52109

Jón Már Halldórsson. „Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52109>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla gat staðist árásir þessa stórbrotnasta rándýrs sem gengið hefur um jörðina.


Höfuð og skoltur grameðlu.

En var grameðlan í raun og veru þessi mikli afræningi eða var hún aðeins hrææta? Fjölmargir steingervingafræðingar, hafa fært fyrir því ýmis rök að grameðlan hafi ekki verið sérstaklega góður afræningi. Miðað við áætlaða stærð augna hennar hafði hún sennilega slaka sjón. Framlappir grameðlunnar voru afar rýrar og hún gat ekki hlaupið hratt vegna líkamsstærðar. Hins vegar bendir allt til þess að þefskynið hafi verið mjög gott, auk þess sem stórvaxnar lappirnar hafa gert henni kleift að ferðast langar leiðir í leit af hræjum.

Aðrir fræðimenn, til að mynda vísindamaðurinn Kenneth Carpenter, draga í efa að grameðlan hafi eingöngu verið hrææta. Ýtarlegar rannsóknir á nýfundnum steingervingi af plöntuætunni Hadrosaurus eða hlasseðlu, hafa til að mynda leitt í ljós tannaför á rófu hennar. Ummerkin benda til þess að grameðla hafi átt í hlut. Ekki fundust önnur ummerki á hlasseðlunni þannig að grameðlunni hefur ekki heppnast að drepa hana. En þetta þykir góð vísbending um að grameðlur hafi stundað veiðar á stórum eðlum.

Kenneth Carpenter telur einnig að þótt augu grameðlunnar hafi verið smá, þýði það ekki endilega að sjónin hafi verið slæm. Fjölmargir fuglar hafa góða sjón þrátt fyrir smá augu. Einnig er ekki víst að rýrar framlappir hafi verið hindrun við veiðar. Hákarlar og slöngur hafa enga framlimi en eru þó dugleg veiðidýr. Þótt grameðlan hafi ekki farið hratt yfir, þá voru aðrar risaeðlur enn hæggengari og þess vegna ekki nauðsynlegt fyrir grameðluna að hlaupa hratt.


Beinagrind nashyrningseðlu

En hvaða eðlur er þá líklegt að grameðlan hafi veitt? Vísindamenn hafa fundið 66 milljón ára gamlan steingerðan saur (coprolita) sem þeir telja að sé úr grameðlu. Í þessum forna saur sem er um 44 cm langur og 13 cm breiður, er aragrúi beinflísa, meðal annars flísar úr höfuðskildi nashyrningseðlu (Triceratops).

Fornsaurinn gefur afar mikilvægar upplýsingar um fæðuval þessa löngu útdauða dýrs. Fullvaxin nashyrningseðla var allt að níu metra löng og um 6-12 tonn á þyng. Samkvæmt bestu þekkingu vísindamanna var hún kjörfæða grameðlunnar. Vígaleg horn nashyrningseðlunnar og höfuðskjöldurinn gegndu því hlutverki að verja hana gegn biti á hnakkann. Sennilega var höfuðskjöldurinn og hornin aðlögun gegn afráni grameðlu og annarra risaeðlna sem veiddu hana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: